Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 34
þús. dýr. Samanburður á þeirra stofn- stærðarmati við það sem byggir á beinni talningu landsela á þurru er erfiður, því um óskyldar aðferðir er að ræða. Að mínum dómi er stofnstærð- arákvörðun með beinni talningu ör- uggari aðferð, þrátt fyrir vankanta. Kópaveiði er að verulegu leyti háð heimsmarkaðsverði á skinnum (Teitur Arnlaugsson, 1973), því veitir hún ekki ein sér né breytingar á henni, upplýsingar um stofnstærðarbreyting- ar. Auk þess krefst hún þess að heimfærð sé upp á íslenska landsels- stofninn gildi frá öðrum selastofnum um kynþroskaaldur urta, hlutfall kynja hjá kópum, náttúrulega dánar- tölu, meðalfjölda kæpinga hjá urtum á ævinni og meðalfjölda fullorðinna sela að baki hvers kóps sem fæðist (Sól- mundurT. Einarsson 1978). Einnig er tekin inn í dæmið meðalveiði vorkópa yfir tímabilið 1962—1978. Það er því hætta á, að stofnstærð landsela sem reiknuð er út á þennan hátt, segi meira til um þá stofnstærð sem gefur af sér jafnstöðuafla vorkópa á þessu tíma- bili, en hina raunverulegu stofnstærð landsels árið 1978. Hvað þá á síðustu árum, er vorkópaveiðar hafa dregist saman um helming eða meira, nær einungis vegna verðfalls á skinnunt en ekki vegna fækkunar í la.ndselsstofnio- um. Vísitala um stofnstærð út frá beinni talningu dýra er ekki þessu marki brennd. Talning framkvæmd á sambærilegan hátt í hvert sinn ætti að veita upplýsingar um stofnstærðina það ár sem talið er, og stofnstærðar- breytingar, ef einhverjar eru, koma fram við samanburð á nrilli talninga. ÞAKKIR Sérstakar þakkir vil ég færa Guðmundi S. Jónssyni, rannsóknamanni fyrir ómetan- lega hjálp við selatalningu og myndatöku, og Geir Reynissyni flugmanni, sem veitti mikilvæga aðstoð við talningu og sýndi afburða flugstjórnarhæfileika við hin erfið- ustu skilyrði. Einnig Ásbirni Dagbjartssyni líffræðingi, sem sá um talningu á landi og aðstoðaði auk þess við talningar úr flugvél. Talning landsels hér við land var gerð á vegum Hringormanefndar og kostuð af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusam- bandi ísl. fiskframleiðenda, Sjávaraf- urðadeild Sambands ísl. samvinnufélaga, Coldwater Seafood Corporation og Ice- landic Seafood Corporation. HEIMILDIR Arnþór Garðarsson. 1973. Fuglastofnar og selir á Breiðafirði. - Bráðabirgða- skýrsla í október 1973. Náttúrufræði- stofnun íslands, Reykjavík: 26 bls. Arnþór Garðarsson. 1976. Könnun á fjölda og útbreiðslu sela við Norður- land. - Fjölrituð skýrsla. Líffræðistofn- un Háskólans, Reykjavík: 5 bls. Arnþór Garðarsson. 1977. Selatalning úr lofti í september 1977. — Fjölrituð skýrsla. Líffræðistofnun Háskólans, Reykjavík: 5 bls. Bjarni Sæmundsson. 1932. íslensk dýr II. Spendýr. — Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík: 437 bls. Björn Gunnlaugsson. 1977. Skýrsla um selatalningu á Vestfjörðum og Strönd- um í júní og júlí 1977. - Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og Líf- fræðistofnun Háskólans, Reykjavík: 9 bls. Boulva J. & I.A. Mc. Laren. 1979. Bio- logy of the Harbor Seal Phoca vitulina in Eastern Canada. - Bull. Fish. Res. Bd. Canada 250: 1—25. Caughley, G. 1977. Analysis of vertebrate populations. - John Wiley & Sons, New York: 234 bls. Eberhardt, L.L., D.G. Chapman & Gil- bert. 1979. A Review of Marine Mam- mal Census Methods. Wildlife Mono- graphs 63. — The Wildlife Society, Inc. Washington D.C.: 46 bls. Erlingur Hauksson 1980a. Selatalning 1980. — Bráðabirgðaskýrsla, Rann- 28

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.