Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 49 ....................... Bjarni Sæmundsson sjötugur. í dag, 15. apríl 1937, er Dr. phil. Bjarni Sæmundsson sjötug- nr. Að baki honum liggur, auk hinnar löngu æfi, þvílíkt lífsstarf í þágu íslenzkra náttúruvísinda, í þágu alþjóðavísinda, að Náttúru- fræðingurinn telur það skyldu sína, reyndar mjög kærkomna skyldu, og heiður, að tengja þetta litla hefti við hið þekkta nafn hans. Hér verður ekki rakin æfisaga Bjarna Sæmundssonar, né minnzt þeirra mörgu starfa, sem eftir hann liggja, því að sögu hans er, sem betur fer, ekki enn þá lokið. Enda er sagan um starf hans svo nátengd sögunni um þá miklu þróun, sem íslenzkur út- vegur hefur tekið á starfsárum Bjarna, og sögunni um framfarir náttúruvísindanna í Evrópu á þessari öld, að hér er að ræða um efni í heila bók, engin tímaritsgrein getur gert því full skil. Að- eins skrá yfir rit þau, sem eftir Bjarna liggja, á íslenzku, dönsku, ensku, þýzku og frönsku, myndi fylla margar blaðsíður Náttúru- fræðingsins. Dagurinn í dag er ekki einungis hátíðisdagur fyrir Dr. Bjarna Sæmundsson sjálfan, ættingja hans og vini, heldur fyrir alla ís- lenzku þjóðina. Á liðnum sjötíu árum hefur Bjarni sýnt, að ís- lenzka þjóðin, sem löngu er fræg orðin fyrir söguleg fræði, get- ur einnig alið frábæra menn á sviði raunvísindanna, menn, sem á alþjóðlegan mælikvarða standa í fremstu röð. Þetta hafa reynd- ar aðrir sýnt en Dr. Bjarni, og nægir þar að nefna Þorvald Thor- oddsen og Guðmund Bárðarson. Ef til vill er það engum manni hér á landi betur kunnugt en mér, hvílíkrar hylli Bjarni Sæmunds- son nýtur meðal samstarfsmanna sinna í öðrum löndum. Til þess að sanna þetta, nægir að vísa til greinar þeirrar, sem prófessor Ad. S. Jensen, einn af mætustu vísindamönnum Dana, ritar hér í heftið. Engum dylst sú velvild og sú virðing, sem kemur yfir hafið frá útlöndum, afmælisbarninu til handa, sem íslenzka þjóð- in hyllir í dag. Mörgum ókunnugum kann ef til vill að virðast, að lífsferill- inn, sem byrjaði á fjörusteinunum í Grindavík og nú, eftir sjö- tíu ár, gerir heimagarðinn frægan, hafi verið tilbreytingalítill, en svo er þó aðeins á yfirborðinu. Auk þeirrar tilbreytni, sem í því er fólgin, að koma úr fátæku sjávarþorpi heima á íslandi, sækja 4

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.