Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 22
64 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN f ..... er mjög eðlilegt. Aðalheimkynni sundþörunganna eru heitu höfin um miðbik jarðarinnar. Mikill meiri hluti sundþörunga þeirra, sem við Island lifa, er kominn með Golfstraumnum sunnan úr hafi og nyrðri útbreiðslutakmörk flestra þeirra tegunda eru ein- mitt við ísland, svo að ekki er að undra, þótt þeir séu næmir fyrir, þó að ekki sé nema lítilsháttar kólnun sjávarins. Það er því auð- skilið af hverju sundþörungasvifið hér við land nær hámarki sínu um hásumarið, einmitt þegar árshiti sjávarins er mestur, og af hverju það hverfur fyrr á haustin norðan- og austanlands en sunnan- og vestanlands. Aftur á móti eru kísilþörungarnir hér við land miklu óháðari sjávarhitanum, því að aðalheimkynni þeirra eru einmitt köldu höfin: íshöfin og kaldtempruðu höfin. Að kuldinn ekki tálmar þróun kísilþörunganna sést bezt á því, að haust-hámark þeirra skuli koma fram einmitt á þeim tíma, þeg- ar sjór er óðum að kólna. Hingað til hafa aðeins stórir flokkar svifsins verið teknir til athugunar. En auðvitað er ekki minna um vert að taka einstakar tegundir út af fyrir sig og athuga útbreiðslu þeirra og magn á vissum tímum. Svifinu við Island má skipta í 3 flokka eftir út-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.