Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 24
66 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuir
sem allar tilheyra sömu ættinni (sjá 3. mynd). Þessir 3 sundþör-
ungar sýna einkar glöggt muninn á útbreiðslu tegunda þessara.
þriggja flokka hér við land. 4., 5. og 6. mynd sýna útbreiðslu
þeirra eins og hún var í september 1933. Svörtu hringfletirnir
tákna svifsýnishornastöðvar, þar sem tegundin hefur fundizt.
Mismunandi stærð þeirra gefur nokkra hugmynd um magn teg-
undarinnar á hverjum stað. Óútfylltu hringfletirnir tákna svif-
sýnishornastöðvar, þar sem tegundin hefur ekki fundizt. Eyðan
við Suðvesturland stafar af því, að sýnishorn vantar frá þessum
hluta landsins.
6. mynd. Ceratium arcticum. Útbreiðsla fyrra hluta september 1933.
Til þess að skilja útbreiðslu þessara þriggja tegunda til hlít-
ar, þurfum við að rifja upp fyrir okkur í aðalatriðum, hvernig
straumum er háttað hér við land. Eins og kunnugt er, kemur hlýr
Golfstraumurinn (eða öllu heldur ein grein hans) upp að suður-
ströndinni og sveigist um leið til vesturs, beygir fyrir Reykjanes
og heldur svo áfram norður með vesturströndinni, unz hann beyg-
ir fyrir Horn og sveigist austur með norðurströndinni, en bland-
ast þar meir og meir, eftir því sem austar dregur, köldum Austur-
Islandsstraumnum, sem er grein af Pólstraumnum og kemur upp