Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 61 iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiitmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiimiiiiniimi) Hið árlega þróunarskeið svifsins, eins og því hefur verið lýst hér, virðist í öllum aðaldráttum vera svipað hér við land og við strendur annarra norðurhafa. Rúmsins vegna verða ekki raktar hér allar orsakir þessara breytinga á svifinu eftir árstíðum. — Helztu atriðin, sem valda mismunandi magni og mismunandi samsetningu svifgróðursins á hinum ýmsu tímum ársins, eru sól- farið og það hversu mikið er af fosfór- og köfnunarefnasambönd- um (phosphötum og nitrötum) við yfirborð sjávarins. En ýms önnur mikilvæg atriði koma hér til greina, svo sem það, hvort blöndun á sér eða hefur átt sér stað milli sjávarins við yfirborð og botn (Konvektions-straumar) eða ekki. Mikið skýjafar og grugg í sjónum geta dregið mjög úr áhrifum sólarljóssins. Auk þess hefur hér við land sjávarhitinn mikla þýðingu fyrir sund- þörungana, en miklu minni fyrir kísilþörungana. III. Sumarið og haustið 1933 fékkst eg nokkuð við rannsóknir á svifinu hér við land. Fyrri hluta ágústmánaðar safnaði eg sýnis- hornum af svifinu við norður- og vesturströnd landsins og fyrra hluta september eða mánuði seinna fór eg í hringferð í kringum landið og safnaði sýnishornum af svifinu á allri þeirri leið. Enda þótt hér sé hvorki staður né stund til þess að skýra frá árangri athugana minna, skal hér þó drepið á örfá atriði. í ágúst var svifið á svæði því, er rannsakað var, greinilegt sundþörungasvif, en þó mjög blandað svifdýrum, en aftur á móti bar mjög lítið á kísilþörungum. Að öllum líkindum hafa þá sund- þörungarnir verið búnir að ná sumarhámarki sínu allt í kringum land. Mánuði seinna, er eg fór í hringferðina, voru orðnar mikl- ar breytingar á svifinu. 1. mynd sýnir með línuriti fjölda allra einsellunga (Diatomea + Dinoflagellata + Protozoa)1) í svif- inu í 50 1 af sjó á öllum þeim stöðum, þar sem svifsýnishornum var safnað á hringferðinni. Það, sem við fyrst rekum augun í, er hinn mikli munur á svifmagninu við suður- og vesturströndina annars vegar og við norður- og austurströndina hins vegar. Hlýi sjórinn sunnan- og vestanlands er mjög svifauðugur, en kaldi 1) Tala einselludýranna (Protozoa) er allsstaðar svo lág' í samanburði við tölu kísilþörunganna og sundþörunganna, að þau ráða hvergi ferli línu- ritsins.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.