Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 15
NÁTTÚRUFKÆÐINGURINN 57 iiiiiiiiiiiiiiiiimmmmiiiiiimimiimiimmiiiiiiiimimimmimimmiimiiiiiiiiimiimmiiiiimiiiiimiiiiiiiimmimiiiiiiiiimi bækur birzt í mörgum útgáfum. B. Sæm. leysir einnig mikið og stórum merkilegt starf af hendi sem formaður Náttúrufræðifé- lagsins og sem forstöðumaður Náttúrugripasafnsins í Reykjavík. Loks verður að geta þess, að B. Sæm. hefir nú í þrjá áratugi á margan hátt stutt þær rannsóknir, sem danska ríkið hefir fram- kvæmt og framkvæmir enn þá við Island. Hann hefir á hinn marg- víslegasta hátt aðstoðað hina dönsku vísindamenn í hvívetna, sem hafa haft það starf, að annast sjórannsóknir og dýrarannsóknir við Island. Á sjötugsafmæli Bjarna Sæmundssonar vil eg, sem hefi ver- ið vinur hans síðan við vorum stúdentar, senda honum kveðju mína, óska honum til hamingju með það langa og ágæta rann- sóknarstarf, sem hann hefir innt af hendi í þjónustu náttúrufræð- innar, og þakka honum fyrir það, að hann hefir tengt saman ís- lenzka og danska vísindastarfsemi. Ad. S. Jensen, háskólaprófessor, Dr. phil. (Á. F. þýddi). Leiðréttingar. Góðfús lesandi hefur bent Náttúrufræðingnum á, að á bls. 174, 4.—5. línu að neðan, VI. árg., stendur „Aristoteles" fyrir „Platoni“. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þeirri skekkju. Á. F. í greininni „Gróður í Bæjarhreppi í Strandasýslu", VII. árg., bls. 27— 29, hafa fallið tvö plöntunöfn úr listanum. Þar á að standa: Hálmgresi (Calamagrotes negliecta) og Mosasteinbrjótur (Saxifraga hypnoidis). Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.