Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 26
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Viðarrekinn mikli 1936. Það hefir verið mál manna, og er efalaust rétt, að trjáreki að ströndum landsins sé nú minni en fyrr á öldum. Þessa getur Þorvaldur Thoroddsen í íslandlýsingu sinni hinni miklu. Sumt af rekaviðnum, sem hingað kemur, er suðrænt að uppruna, og hefir borizt hingað með Golfstraumnum frá Mið-Ameríku og sunnanverðri Norður-Ameríku. En með aukinni byggð á þeim slóðum hafa hin skógivöxnu svæði þar minnkað, og mannshönd- in búið betur um það, að elfurnar tækju ,eigi með sér tré og við út á sjó. Þó mun það enn koma fyrir, þá er stórfelldir vatna- vextir verða, eins og nú fyrir skemmstu, að mikið rekald berst þar til sjávar, og má búast við því, að sumt af því lendi hér við land um síðir. Annar hluti rekaviðarins, og það líklega sá, sem mestu máli skiptir fyrir land vort, hefir borizt hingað með norrænum haf- straumum, og hafa menn af ýmsu getað ráðið, að það væri tré úr skógum Síberíu, sem þessa leiðina berast hingað til lands. Þorvaldur Thoroddsen áleit einnig, að minna kæmi nú á dögum af þessum rekavið hingað en áður gerðist. Áraskipti eru samt að því, hversu milcill þessi trjáreki er, ,en mál þetta er lítið rannsakað ennþá. Mikill viðarreki er sagður að hafa orðið á Ströndum fyrir fáum árum, sennilega veturinn 1938—1934, og voru það eink- um stór tré, sem rak þá. Miklu meiri varð samt viðarrekinn norðanlands veturinn 1935—1936. Að vísu telja menn á Strönd- um rekatrén þá yfirleitt eigi jafnstór og þau, sem rak 2 árum áður, en stórum fleiri að tölu; en annars staðar norðanlands er þess þó getið, að rekatrén hafi verið um 9 og upp í 12 m löng, svo að allvæn hafa þessi tré verið. Seint í janúar er farið að bera svo mikið á þessum viðarreka, að mönnum þótti ástæða til að senda Ríkisútvarpinu og blöðunum fregnir um það. Og ber- ast þá um tíma allmargar fregnir af þessum óvenjulega mikla reka víðsvegar frá norðurströnd landsins. Seint í marz er þess svo getið í fregn frá Raufarhöfn, að viðarrekinn mikli sé þá að mestu um garð genginn. Má af þessu ætla, að mest hafi borið á þessum óvenjulega viðarreka mánuðina janúar-marz. Sumir geta þess til, að viðarskip muni hafa farizt fyrir norðan land

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.