Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 36
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiimiiiimiimmiimiiiiiiiiiiiiMimmiiiimiimimmiiiiiimimiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiHiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii' hrygnum en hængum (kringum 60 % hrygnur), ef dæma má eftir þeim litlu gögnum, sem eg hefi í höndum. Aðeins tvær hrygn- ur fann eg með fullþroskuðum hrognum; annars fannst mér það, sem á annað borð hafði náð kynþroska, líta út fyrir að hafa hrygnt fyrir 1—2 mánuðum í júní, þ. e. hrygningartíminn ætti þá eftir því að dæma að vera seint að vorinu og fram eftir sumrinu. Á. F■ Föt úr mjólk. Ullin, sem beztan þátt hefir átt í því að klæða okkur Is- lendinga, fær stöðugt fleiri og fleiri keppinauta að berjast við. Aðal-keppinautar ullarinnar hafa til þessa verið silki, bómull og gerfisilki. Nú virðist nýr keppinautur vera að fæðast, miklu skæðari en nokkur hinna, sem til hafa verið til þessa, það er ,,mjólkur-ullin“. Mjólkurþráðurinn, eða efni það, sem unnið er úr mjólk, og föt eru gerð úr — Z a n i t a 1 er það kallað á útlendum mál- um —, er nú unnið í stórum stíl í Ítalíu, þar sem gerfisilkifélag- ið Snia viscosa í Milano hefur tekið málið á dagskrá. Ur undanrenningunni ,er fyrst unnið ostefni (Casein), sem aft- ur er megin-efnið í mjólkurþráðunum. Með því verði, sem nú er á undanrenningu í Evrópu, er talið að mjólkurullin muni tæp- lega kosta nema þriðjung á við fjárull. Spurningin er nú aðeins, hvort hún getur jafnast á við fjárullina að gæðum. Þeir, sem reynt hafa, segja hana mjallahvíta, og mjúka sem fínustu „Merino-ull“, og hárin, sem spunnið er úr, eru ofurlítið hrokk- in. Mjólkur-ullin hleypur síður í þvætti en vanaleg ull, og einn mikill kostur fylgir henni, en hann er sá, að mölur vill ekkert af henni vita. 1 yfirfrakka er sagt að fari um 100 lítrar af undanrenn- ingu. Eigi hefur enn þá verið rannsakað, hvort framleiðsla mjólkur-ullar þurfi að vera í svo stórum stíl, til þess að svara kostnaði, að eigi borgi sig að vinna hana í smáu ríkjunum, eins og t. d. á Norðurlöndum, en reynslan hefur sýnt, að gerfisilki- iðnaður á mjög erfitt uppdráttar í litlu löndunum, t. d. Dan- mörku. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.