Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 67 iiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiimmmiiiiimiiiMiiiimmiiiiimiiimimiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiimmiimiiiimiiiimimiimiiii að norðurströndinni austanverðri. Golfstraumurinn heldur þó áfram, aðallega sem undirstraumur, alla leið fyrir Langanes og svo suður með austurströndinni, en hér er hann þó algerlega bor- inn ofurliði af Austur-Islandsstraumnum. 4. mynd sýnir, að hjá C. tripos, fulltrúa hinna tempruðu At- lantshafstegunda, er einstaklingafjöldinn langmestur við suður- ströndina. I Faxaflóa er hann þó einnig mjög mikill, en miklu minni á Breiðafirði og við Vestfirði, og við Norðurland finnst að- eins vottur af tegundinni á Húnaflóa og Skagafirði. Annars vant- ar hana við Norður- og Austurland. Á hinn bóginn er C. longipes (5. mynd), fulltrúi hinna kaldtempruðu tegunda, algeng allt í kringum land, enda þótt mismunur á magni sé nokkur á hinum ýmsu stöðum. Loks finnst Ceratium arcticum (6. mynd), fulltrúi hinna arktísku tegunda, aðeins við Austurland. Eins og við sjáum, er útbreiðsla þessara þriggja tegunda nokkurs konar spegilmynd af því, hvernig straumum er háttað hér við land. Tegundir eins og C. tripos og C. arcticum nefnast einkennistegundir. C. tripos er einkennistegund Golfstraumsins og C. arcticum er einkennistegund Austur-íslandsstraumsins (og um leið Pólstraumsins). Af því, sem hér hefur verið sagt, er augljóst, að svifrann- sóknir geta haft mikla þýðingu fyrir almennar ,,hydrografiskar“ rannsóknir, t. d. rannsóknir á straumum og þess háttar. Ef t. d. tveir misheitir sjávarstraumar með mismunandi seltumagni bland- ast saman, þá verður hiti og seltumagn sjávar þess, sem mynd- ast við blöndunina, meðaltal hita og seltumagns beggja straum- anna, og þess vegna auðkennandi fyrir hvorugan, svo að stund- um getur verið erfitt að átta sig á því, hvaða straumar og í hvaða hlutfalli hafi átt þátt í myndun slíks sjávarblendings. En hvar sem við finnum t. d. C. arcticum, þá getum við sagt með fullri vissu, að þangað hafi borizt að minnsta kosti einhver vottur af sjó Pólstraumsins eða greina hans. Freistandi væri að minnast á ýmislegt fleira í sambandi við rannsóknir á íslenzku sjávarsvifi, en rúmsins vegna verð eg að láta hér staðar numið. Finnur Gwðmundsson. 5*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.