Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 79. ............................................. Merkar nýjungar um lifnaðarhætti laxins. Það má óhætt fullyrða, að fáir nytjafiskar hafa átt athygli mannsins jafn óskipta og laxinn. íþróttaafrek þau, sem laxinn gerir, þegar hann „stiklar fossa“, eru hverjum manni kunn, og á síðari árum hefur ratvísi laxins í árnar vakið aðdáun. Ofan á þetta bætist nú nýfengin vitneskja um langferðir hans, sem hér skal stuttlega gerð grein fyrir. Rétt fyrir aldamótin síðustu var lax, sem hafði lokið hrygn- ingu, merktur í stórum stíl í Noregi og Englandi. Merkingarnar leiddu í ljós, að allur lax, sem endurheimtist, veiddist í ánni, þar sem hann hafði verið merktur, þ. e.: lax, sem einu sinni hafði hrygnt í einhverri á, kom undantekningarlaust aftur í sömu ána til þess að hrygna á ný. Annar árangur merkinganna var sá, að mjög lítið af laxinum virtist hrygna í annað sinn, endurheimt- urnar námu aðeins örfáum hundruðustu hlutum af því, sem merkt hafði verið (í Noregi ca. 3 %). Nokkru eftir að þessi vitneskja var fengin, merktu Skotar nokkuð af unglaxi, sem aldrei hafði hrygnt, en var að ganga í sjó, í ánni Tay. Þessar merkingar leiddu í ljós, að allur lax, sem endurheimtist eftir þessar merkingar, veiddist í sömu ánni, Tay, en þar með var fengin sönnun fyrir því, að laxinn leitar í þá á til þess að hrygna, þar sem hann er „borinn og barnfæddur“. Árið 1935 tóku norsku fiskifræðingarnir Knut Dahl og Svend Sömme að merkja lax á ný, en í þetta skipti einkum í sjónum. En vegna þess, að þeim þótti lítið hafa endurveiðzt af þeim laxi, sem merktur hafði verið í Englandi, Skotlandi og Noregi, notuðu þeir nú stærri merki, ef vera kynni að merkingin yrði með því móti greinilegri og bæri betri árangur. Auk þess bættu þeir á merkið upplýsingum um það, hvar laxinn hafði verið merktur (í hvaða landi). Merlcjunum var eins og áður fest í bakið, rétt fram- an við bakuggann. Fyrst var gerð merking á unglaxi, sem var að ganga í sjó, úr á nálægt Bergen, og endurheimturnar sýndu þegar sama ár, að fiskarnir, sem merktir voru, höfðu farið mikl- ar vegalengdir með fram ströndinni, til norðurs og suðurs. Svip- aðar tilraunir gerði sænski fiskifræðingurinn G. Alm norðan til í Mið-Svíþjóð, og komst að líkri niðurstöðu. Laxinn kom allur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.