Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 28
70 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN HiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiii Jand á svæðinu frá Atlastöðum til Breiðuvíkur á Tjörnesi. Töl- urnar í svigum segja til þess, hvenær flöskurnar fundust. Tvær fundust síðari hluta desembermánaðar 1935, 4 í janúar 1936, 3 í febrúar, ein í marz, 3 í apríl og loks ein snemma í júní. Auk þessa er mér kunnugt um tvö flöskuskeyti, sem hingað bárust norðan úr íshafi. Annað fannst á Lónsfjöru í Kelduhverfi í jan- úar 1936, og hafði því verið varpað í sjóinn 17. október 1934 norðaustan við Franz Jósefsland. Hitt fann Sigfús Árnason á Stöpum á Vatnsnesi 17. febrúar 1936, en því hafði verið kastað í sjóinn þann 15. júlí 1934 á 75° n. br. við austurströnd Grænlands. Af ferli rekflasknanna má nokkurn veginn sjá, hvernig haf- straumarnir við yfirborð sjávarins hafa verið á þessum árum á því svæði, sem flöskurnar bárust yfir. í fshafinu norður af Síb- eríu, á svo sem 75°—80° norður breiddar, hefir verið sterkur austan straumur á yfirborði hafsins, og hefir hann árið 1934— 1935 numið að jafnaði um 414 km. á sólarhring, sem svarar til rúmum 5 cm á sekúndu hverri. En hinn norðaustlægi og norð- lægi yfirborðshafstraumur frá Svalbarða til íslands hefir verið um það bil helmingi hraðari síðari hluta ársins 1935, meðal- hraðinn verið 8 —10 km á sólarhring, eða 10—20 cm á sek. Það kæmi vel heim við reka flasknanna, að rekaviðurinn, sem hingað kom veturinn 1935—1936, hafi borizt til hafs eftir stóránum í Síberíu, Ob, Jenissej og Lena, snemma sumars 1933, og hafi því verið að velkjast í sjónum í hálft þriðja ár. Reka- viður þessi mun því hafa fengið óvenjulega fljóta ferð hingað eftir því sem um er að gera fyrir þess háttar ferðalanga. Að minnsta kosti gerir Þorvaldur Thoroddsen ráð fyrir því, að rekaviðurinn frá Síberíu sé mörg ár að flækjast innan um ís í norðurhöfum. Þykir mér sennilegt, að í þetta sinn hafi þessir hafstraumar verið venjufremur hraðskreiðir, að minnsta kosti hinn austlægari hluti þeirra á milli íslands og Svalbarða, og á það bendir einnig það, að tiltölulega margar af þessum rúss- nesku rekflöskum hafa borizt til Noregs, en þess getur próf. Wiese. Flöskuskeytið frá austurströnd Grænlands hefir og ver- ið ári lengur á leiðinni hingað en rússnesku rekflöskurnar frá Svalbarða, og gæti þetta bent á það, að vesturhluti hafstraums- ins fyrir norðan Island hafi verið miklu seinni í förum en aust- urhluti hans. Þó getur verið, að flaska þessi hafi Jagt lykkju á leið sína, og það hafi tafið hana um ár. Orsakirnar til hins mikla viðarreka geta verið tvær. Ann-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.