Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 16
.58 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ..................................................Illllllllllllllllllllll.Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Rannsóknir á íslenzku sjávarsvifi. i. Lífverur sjávarins skiptast í 3 aðalflokka: botnverur, sund- verur og svifverur. Botnverurnar eru þörungarnir og nokkrar blómplöntur, sem vaxa á botni við strendur landanna, og svo öll þau dýr, sem lifa á botni sævarins að staðaldri. SuncLverurnar eru fiskar, selir og hvalir, sem synda um í sjónum af eigin ramleik, án þess að vera verulega háðar hreyfingum sjávarins sjálfs. Svifverurnar eru allar þær lífverur, hvort sem um dýr eða plönt- ur er að ræða, sem svífa í sjónum og annaðhvort geta ekki hreyft sig af eigin ramleik, eða eru svo smáar, að hreyfinga þeirra gætir ekki í samanburði við hreyfingar sjávarins sjálfs. Svifverurnar berast því fyrir straumum, bæði hafstraumum og s j ávarf allastraumum. Flestar eru svifverurnar örsmáar, svo að þær verða ekki greindar nema í smásjá. Af þeim orsökum var þekkingu manna á svifinu og skilningnum á þýðingu þess fyrir lífið 1 sjónum í heild sinni lengi mjög ábótavant. Sviffræðin er því tiltölulega mjög ung vísindagrein, en hefur tekið hraðstígum framför- um á síðustu áratugum, enda verður mönnum nú æ ljósara og ljósara með degi hverjum, hversu geysimikla þýðingu svifrann- sóknirnar hafa fyrir skilning vorn á hringrás lífsins í sjónum og hversu nauðsynlegar þær eru til þess, að vér getum hagnýtt okkur auðsuppsprettur sjávarins á sem beztan en þó skynsamlegast- an hátt. Fyrsta og eðlilegasta skipting svifsins er skiptingin í svif- plöntur og svifdýr. Svifplönturnar eru undirstaðan undir lífinu í sjónum. Þær einar eru færar um að byggja upp lífræn efni úr ólífrænum með hjálp sólarljóssins, og hafa því nákvæmlega sömu þýðingu fyrir lífið í sjónum eins og jurtagróðurinn fyrir allt líf á þurru landi. Svifplönturnar eru örsmáir einsellungar, sem svífa við yfirborð eða nálægt yfirborði sjávar, því að þær eru, eins og áður er sagt, háðar sólarljósinu og geta því ekki þrifizt til lengd- ar í myrkri hafdjúpanna. Jurtasvifið skiptist í 3 aðalflokka: Msilþörunga (Diatomea), sundþörunga (Dinoflagellata) og kalk- þörunga (Coccolithophoridea). í grein þessari skal vikið nokkuð .að svifgróðrinum við strendur Islands, einkum þó að kísilþörung-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.