Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 79 injög teygjanlegu efni. Þar utan á er himna, sem er mynduð úr harpixefnum og eggjahvítuefnum. Það eru þessar smáagnir, sem mynda kátsjúkið. Mjólkursafinn úr trjiánum, eða latexið, inniheldur um 40% af þeim, en afgang- urinn, 60%, er vatn. Upphaflega var latexið sjálft notað til framleiðslu á þeim mun- um, sem úr kátsjúki voru gerðir. En þar sem ýms vandkvæði voru á því að flytja það langar leiðir án þess það skemmdist, og auk þess kostnaðarsamt að flytja með hverju tonni af kátsjúki tvö tonn af vatni og þar til viðbótar dýrar og þungar umbúðir um fljótandi vöruna, hefir það verið venja alll fram á síðustu ár að fella kát- sjúkið út úr mjólkursafanum eða latexinu. Nú á síðustu árum hefir sá háttur verið tekinn upp á ný, að vinna úr latexinu, en ekki útfelldu kátsjúkinu, en þó er það ekki i stórum stíl enn sem komið er. Þá er venjulega soðið nokkuð af vatninu í latexinu burtu, og þetta niðursoðna latex síðan flutt til Evrópu eða Ameríku, þar sem það er notað til vinnslu. í latexið er þá bætt einhverju efni, sem ver kátsjúkið frá því að falla út; mjög oft er ammóníak notað í þessu skyni. Ctfellingin á kátsjúkinu úr mjólkursafanum er fyrsti þáttur- inn í vinnslu kátsjúksins, og fara gæði þess varnings, sem síðar er úr þvi gerður, oft mikið eftir því, hvernig þessi útfelling er framkvæmd. Útfellingin þarf þess vegna að vera vandvirknis- lega gerð, enda liafa margar mismunandi aðferðir verið viðhafð- ar í þessu skyni. Þess var áður getið, að frumbyggjar Braziliu, Majarnir, hafi fellt kátsjúkið út úr mjólkursafanum með því að „reykja“ saf- ann, þ. e. a. s. safinn var látinn leka smátt og smátt á prik, en prikinu var snúið i heitum reylc af sérstölcum viðartegundum og svonefndum úríkúrínhnetum. I þessum reyk féll kátsjúkið út úr safanum, það varð að föslu og samfelldu efni, en vatnið rann hurtu eða gufaði upp. — Þessi aðferð er lítið eitt notuð enn. Á ekrum Asíu er mjólkursafinn venjulega hleyptur með sýru, og er þá oftast notuð ediksýra eða maurasýra. Hlaupið, sem myndast úr safanum með sýrunni, er pressað á milli valta, þveg- ið vel með vatni og síðan þurrkað. Ef það er þurrkað í heitu lofti, er kátsjúkið kallað crepe-kátsjúk — kátsjúkfeldurinn er í smá- fellingum, og er nafnið dregið af því —, en ef kátsjúkfeldurinn er þurrkaður í heitum reyk, er það kallað smoked sheet, það er reyktur feldur; síðarnefnda kátsjúk-tegundin er auk þess felld út eða hleypt með nokkuð öðrum hætli en sú fyrrnefnda. — Þetta

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.