Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 20
114 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Þess vegna væri nær að liafa Iiér endaskipti á hlutunum, gera sér hugmyndir um uppruna Hverfjalls og athuga síðan, hvort það varpaði á nokkurn hátt nýju ljósi á myndun þeirra tunglgíga, sem telja mætti eldgíga. Uppruni Hverfjalls er venjulega talinn sá, að þarna hafi orðið mjög stórkostlegt sprengigos eftir lok ísaldar. Efnið, sem upp kom við sprenginguna, sé lausamölin og stórgrýtið, sem við sjáum alls staðar í umgerð skálarinnar. En á síðastliðnu sumri, er ég fór um þessar slóðir, skaut upp hjá mér allt öðrum hugmyndum um myndun Hverfjalls. Mun ég nú gera nokkra grein fyrir þeim, svo og athugunum, sem ég gerði fyrir nokkrum árum á Hrossaborg við Jökulsá á Ejöllum, en hún virðist, að uppruna til, vera náskyld Hverfjalli. Ég skal fyrst geta |)ess, að ég gekk frá Jarðbaðshólum suður til Hverfjalls. Þessa leið munu menn sjaldnast fara til skoðunar á Hverfjalli, heldur stytztu leið frá veginum vestan fjallsins. En þetta hafði sín áhrif á hugmyndir mínar. Séð úr byggðinni eða frá veginum meðfram Mývatni er Hver- fjall einstakt og skarplega aðgreint frá umhverfinu. Þaðan sér maður ekkert óeðlilegt við þá hugmynd, að það sé ungur sprengigígur. Þvert á móti virðist sú skýring alveg blasa við. En allra sízt dettur manni í hug, að jökull liafi vaðið yfir Hverfjall. Þegar komið er norðan frá Jarbaðshólum, blasir það hins vegar jafngreinilega við, að jökull hefur gengið y.fir fjallið, svo framandi, sem slík hugsun er í fyrstu. Austan við Hverfjall eru hæðadrög, er nefnast Grjótin. Þau eru þakin sandi, möl og urð og eru bersýnilega uppblásnir ísaldarmelar. En það atbyglisverðasta er, að Hverfjall er vaxið við þessar melöld- ur. Engin missmíði eru sjáanleg, er bent gætu til þess, að Hverfjall væri hlaðið upp að ísaldarmehinum, allt er jafnað og heflað, jrar sem fjallið gengur yfir í melana. Manni, sem vissi ekki um gíglögun fjallsins en sæi það þarna norðan að, gæti ekki dottið annað í hug en það væri ísaldarhrúgald. Og þegar nær er komið, staðfestist jiessi hugmynd fullkomlega: Það er sama efnið, sem þekur ísaldarmelana og fjallið. Eins og áður segir, er þetta sandur, möl og stórgrýti úr basalti. í lautum og litl- urn halla eru sandurinn og mölin ráðandi, en á hæðadrögum ber mest á stórgrýti, enda hefur vindur feykt þar burtu smágerðara efni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.