Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 22

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 22
116 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN stellingu og séu einmitt það gosefni, sem Hverfjall varð til úr, að fjallið sé, með öðrum orðum, myndað við móbergsgos. Hins vegar má telja víst, að á litlu dýpi undir Hverfjalli liggi eldra móberg og sri staðreynd, að það hefur ekki sjáanlega ruðst upp í gosinu bendir til, að um stórfenglegt sprengigos hafi alls ekki verið að ræða. í því sambandi er enn á það að h'ta, að móberg I jallsins er.gert úr fíngerðu efni, þ. e. eldfjallaösku, og askan hefði vafalaust jafnazt út yfir stórt svæði, ef hún hefði komið upp í sundurlausu ástandi í kraftmiklu gosi, og þá hefði hinn granni garður kringum gíginn ekki getað orðið til. Til þess að skilja myndnn Hverfjalls verður því sýnilega að leita fyrir sér meðal rólegri gostegunda. Við athuganir á móberginu almennt hef ég komizt að þeirri nið- urstöðu, að sumt móberg sé komið upp úr jörðinni sem þykkur og hægt fljótandi öskugrautur. Það er ekki fjarri lagi að hugsa sér eitthvað slíkt í sambandi við Hverfjall, hafa þann möguleika að minnsta kosti í huga. En því miður eru litlar frekari upplýsingar fáanlegar af athugunum á Hverfjalli sjálfu, vegna ])ess hve það er lítið sundurskorið. Þess vegna sný ég mér að Hrossaborg, sem virðist vera náskyld Hverljalli að uppruna. Gíggarðurinn er þar, að austanverðu, etinn niður að jafnsléttu, og hleðsla hans kemur glögglega í ljós. Garðurinn er þannig gerður, að neðst og innst er hann hlaðinn upp úr gjalli og hraunkleprum og einstaka hrauntungum og óveru- legum hraunlögum. Innan um og saman við þessi gosefni er mikið af brúnahvössum grágrýtismolum, sem eru úr öðru efni en hraunið. Molarnir hafa stundum umlukizt fljótandi hrauninu, en þó ekkert bráðnað við það. Hraunið hefur því ekki verið mjög heitt né þunn- fljótandi. Þegar ofar dregur, gengur ]retta gjall- og kleprahrúgald yfir í fín- gerðari gjalllög, án nokkurra skarpra móta. Gjalllögin hallast út frá gígnum, og í þeim er brúnt bindiefni, sem ler vaxandi, eftir því sem ofar dregur. Ofan til eru lögin orðin eiginlegt, brúnt móberg. I móberginu er, eins og í gjallinu neðár, mjög mikið af hvass- brýndum basaltmolum og björgum, sömu gerðar og grágrýtið um- hverfis fjallið. Það grágrýti nær sem lag mikilli útbreiðslu á [ressum slóðum og er vafalaust eldra en Hrossaborg.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.