Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 23
NÁTT ÚRUFRÆÖING URIN N
117
Hún hefur skapazt í gosi, er brauzt upp í gegnum grágrýtið, og
eldleðjan og lausari efni, er þá bárust upp, fluttu með sér brotstykki
úr grágrýtinu. Sum þessara stykkja eru allt áð teningsmetra á stærð.
Þau liafa víða sigið í móbergslögunum og sveigt þau og undið,
eins og lögin hefðu í upphafi verið þykkfljótandi leðja.
Þess er enn að geta, að mjög fíngerð móbergslög rnynda húð innan
á skálinni og liggja þau mislægt að aðallögunum.
Vafalaust má telja, að Hrossaborg sé mynduð í einu gosi.
Hrnun (Lava).
Gjall (Scoriae).
Lagshipt móberg (Stratified palagonite tuff).
Grágrýti (Grey basalt).
Nú liggur næst fyrir að reyna að lýsa Hrossaborgargosinu eftir
þessúm athugunum.
Fyrst rennur upp tiltölulega köld hraunleðja, en þrýstingur í
lienni er svo lágur, að hún nær ekki að komast upp á yfirborð og
breiðast út að neinu ráði. Aðeins ein og ein gusa kemst upp. Hins-
vegar er gas að losna úr hrauninu, og það veldur smásprengingum
og meðfylgjandi gjallflugi.
Þar eð hraunyfirborðið stendur yfirleitt undir jarðaryfirborði
fellur grágrýti ofan í það úr börmum gígsins. Sprengingarnar eru
nógu sterkar til að kasta upp þessum molum. Vera má og, að spreng-
ingarnar rífi stykki beint úr börmum gígsins og þeyti þeim upp.
Þegar líður á gosið, tekur efnið að breytast, og nú berast móbergs-
gleragnir upp og ldaðast í hring kringum opið.
Þessi breyting á sér þó varla djúpar rætur. Gjallið og hraunið,
sem áður komst upp, hefur við ólgu efst í hraunst'dunni, orðið fyrir