Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 28
Enos A. Mills: Dagbók „gömlu furunnar" Oskar Ingimarsson íslenzkaSi Fyrir allmörgum árum, þegar ég var í rannsóknarför um suður- hluta Klettafjallanna, sá ég kvöltl nokkurt gamalt og virðulegt gul- furutré (P. echinata), sem óx í fögru dalverpi, umgirtu háum klett- um. Þegar mig har þar að, var sólin að setjast, og litbrigði umliverfis- ins höfðu á mig djúp og ógleymanleg áhrif. Gamla furutréð var laugað í gullrauðu geislaflóði hnígandi sólar. Það var dásamleg sjón, og ég tók slíku ástfóstri við tréð, að ég lagði oft lykkju á leið mína til þess að geta slegið tjöldum við rætur þess og haft það í návist minni. Seinna var mér sagt, að menn hefðu gefið því nafnið „gamla furan“, og það nafn var fyllilega samboðið aldri þess og virðuleik. Dag nokkurn kom einn starfsmannanna við sögunarmyllurnar í Mancos til mín og sagði: „Nú á að fella gömlu furuna þína; viltu ekki koma með.“ Mér brá við þessa fregn. Gamla furan var ltæði mannleg og göfug í mínum augum. Það var synd að fella liana. Ég fór með skógarhöggsmönnunum, sem áttu að íelja „gömlu furuna". Þarna stóð þetta fagra og tígulega tré. Sígræn blöðin blöktu í meir en 150 feta# hæð, og trjábolurinn, sem í brjósthæð minni var 8 fet í þvermál, var þakin þykkum, lirjúfum, gullbrúnum berki, sem hvarvetna var sprunginn í óreglulegar flögur. Nokkrar grein- anna voru beygðar og brotnar. Allt bar vott um háan aldur og langa lífsreynslu. Það er furðulegt, að tré skuli verða elzt af öllum lifandi verum. Þau verða að heyja harða og þrotlausa lífsbaráttu, hvert á sínum stað, föst á einni rót. Frá fæðingu til æviloka eru þau ásótt af skor- Enskt fet er um 30 cm. Þýð.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.