Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 30
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
124-
skógarhöggsmannanna og ýmist skrumskældi sig fram í þá eða
dengdi yfir þá fúkyrðunum.
Vegna þess hve „gamla furan“ var þung, hlaut fall hennar að
verða mikið. Það lieyrðust hrak og brestir; ein af gildustu greinum
trésins hafði numið við jörðu. Svo þungt var lallið, að það braut
ekki einungis trjábolinn sundur í tvennt, heldur olli það líka svo
miklum skemmdum á hvorum helming um sig, að starfsmaðurinn
frá sögunarmyllunni kvað það ekki borga sig að saga það niður í
þilborð og sagði, að það gæti rotnað niður þar á staðnum.
Ég hafði komið langt að til þess að lesa dagbók „gömlu furunnar“,
þegar bolur hennar hefði verið sagaður sundur í sögunarmyllunni.
En nú, þegar tréð hafði verið skilið þarna eftir í svo slæmu ástandi,
varð ég að haga mér öðruvísi í rannsóknum mínum. Þegar ég hal'ði
fengið leyfi til að gera hvað sem mér þóknaðist við leifarnar af hinu
fallna tré, fór ég að höggva og kljúfa sundur bæði bolinn og grein-
arnar. Ég vann að þessu dögum saman. Ég gróf upjr ræturnar og
reif þær sundur ögn fyrir ögn og rannsakaði allt saman, bolinn,
ræturnar og greinarnar, með stækkunargleri.
Dagbók „görnlu furunriar“
Ég rannsakaði trjástúfinn vandlega og fann í sárinu 1047 árhringi.
„Gamla furan“ hafði því lifað 1047 ár. Það var árið 1903, sem hún
var felld, svo að fæðingarár hennar hlaut að vera 856.
Þegar ég athugaði árhringina nánar, sá ég, að nokkrir þeirra
voru mun breiðari en aðrir. Það benti til þess, að árferði hafði verið
gott, þegar jreir voru að myndast. Aftur á móti voru nokkrir rnjög
mjóir árhringir. Á stöku stað voru Jteir jafnvel tveir og þrír saman.
Þeir höfðu myndazt í slæmum árum, þurrka- eða kuldatíð. í Jress-
um mjóu hringum mátti lesa um eldsvoða, skordýraplágur og
hættuleg sár, um sprunginn börk og brotnar greinar.
„Gamla furan“ varð ekki aðeins fyrir áföllum fyrstu ár ævi sinn-
ar, heldur öðru hvorii allt sitt líf. Tuttugasti árhringurinn og nokkr-
ir næstu hringar Voru einkennilega bugðóttir, og af því réð ég,
að um tvítugsaldurinn hefði tréð orðið fyrir áfalli, sem beygði stofn
Jress svo mjög, að það var lotið um margra ára skeið. Af dagbókinni
gat ég ekki séð, hvað hafði valdið Jressum ósköpum. Annaðhvort
hefur Jrað verið tré, sem með öllum þunga síntim hefur fallið yfir
krónu furunnar ungu og leikið hana svo illa, eða þykkt lag af blaut-