Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 34
128 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN verið mjög breytilegt. Þegar árhringurinn var tekinn að myndast, liefur eitthvað — sennilega kuldakast — tekið algjörlega fyrir vöxt hans um tíma, svo að engu var líkara en tveir árhringir hefðu myndazt á þessu eina ári. Þó gat ég glögglega séð muninn á þessum „gervihring" og þeim, sent eðlilegir voru. „Gamla furan“ virtist hafa átt sérstaklega erfitt árin 1804—5. Ég tel ekki ósennilegt, að þá hafi geisað afar miklir þurrkar. Árið 1804 var viðarlag trésins þynnra en það hafði nokkru sinni verið, og viðarlagið frá 1805 náði aðeins örfá let upp trjástofninn og var þar að auki ákaflega þunnt. í stofni „gömlu furunnar“ fann ég sums staðar merki, sem mér virtust helzt vera eftir jarðskjálfta. En ég tel engan vafa á því, að seint á árinu 1811 eða snemma á næsta ári, hafi tréð orðið fyrir afar snörpum jarðskjálftakipþ, því að 'viðurinn var sprunginn og tættur á allmörgum stöðum. Á einum stað, nokkuð langt frá jörðu, var mjög Ijót þversprunga í stofninn. Tvær stórar rætur voru sundur- brotnar, og sú hlið „gömlu furunnar", sem að klettunum vissi, hafði bókstaflega verið lamin stórgrýti. Ég geri ráð fyrir, að jarð- skjálftinn hafi losað um Ijöldamarga stóra steina, sem síðan hafa oltið niður hlíðina og margir hverjir rekizt á „gömlu furuna“. Fimm punda* þung steinflís lenti í hlið trésins, með svo miklu afli, að hún sat þar föst. Að nokkrum árum liðnum var sárið gróið. en flísin sat f trjábolnum nærfellt heila öld, unz ég losaði um hana. Morguninn eftir að ég hafði lokið rannsóknum mínum, fór ég niður að sögunarmyllunum og bað nokkra af starfsmönnunum að koma upp í skóginn um kvöldið, þegar ég væri farinn, og brenna burt tangur og tetur af gömlu, virðulegu furunni. Ég sneri j)ví næst til baka og staflaði í hrúgu öllum rótartætlunum, trjá- bolsbútunum og brotnu greinunum. Það var tekið að skyggja, jregar ég lagði af stað í næturferð upp að Grænhæð, jrar sem ég ætlaði næsta morgun að heilsa npp á gamalt og kvistótt sedrusviðartré, sem óx efst uppi á hæðinni. Uppi á hæðarbrúninni varð mér litið til baka. 1 fjarska bar gullna elds- loga við dökkan himininn. Sannarlega var bálför „gömlu furunnar" fögur og tignarleg. Enskt puntl cr um' 453 gr. J>ýð. i

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.