Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 35
Pálmi Hannesson:
Ölkelda í Landmannalaugum
Um 14. helgina í sumar fór ég snöggva ferð austur í Landmanna-
laugar. Aðfaranótt sunnudagsins 18. júlí gisti ég hjá Árna Stefáns-
syni, en hann hafði tjaldað neðst í Námshrauni, þar sem framast
verður komizt á bifreið. Morguninn eftir héldum við svo inn í
Laugar, skemmstu leið yfir hraunið og skriðurnar austan í Suður-
Námi, en síðan eftir grasbrekku, er liggur upp frá aurum Náms-
kvíslar. Innanvert við brekkuna gengur lágt klappanef út á aurinn.
Sunnan undir því verður lítill hvammur og fit niður af með
grunnum síkjum og stokkum. Sprettur ]>ar upp ylvolgt vatn, og
verður af lækjarsytra, sem rennur fram fyrir nefið og ofan með
brekkunni. Þegar við komum á klappanefið, sáum við, að hvarvetna
í uppsprettum þessum kraumaði og vall, líkt og í sjóðandi laug.
En þar sem hvergi vottaði fyrir gufu, datt nrér í hug, að hér kærni
kolsýra upp og væri þetta ölkelda, enda reyndist það svo. Kolsýru-
lyktin leyndi sér ekki og því síður brágðið. Var það ámóta og af
sódavatni, sem staðið hefur nokkrar mínútur í opinui flösku. Járn-
keimur var og af vatninu. Við nánari atliugun okkar kom í ljós, að
kolsýra kemur úr jörðu á allstóru svæði austur frá uppsprettum
þessum, og gætti hennar víðast, þar senr pollar voru á aurnunr eða
bleyta, allt austur í Laugar. Mest var lrún í uppsprettunum við
klappanefið, en því austar senr dró, því nrinna virtist að henni kveða,
og varð ég lrennar ekki var austar en um sæluhúsið gamla.
Ég hef eigi rekizt á þessa ölkeldu áður og enginn þeirra, senr ég
Jref unr það spurt. Er því arrnaðlrvort, að hún sé nýtilkomin eða lrafi
drrlizt mönnum til þessa, og Irygg ég það líklegra, því að Námskvísl
flæmist oft eða kvíslar úr henni út með klappanefinu, en lrún er
9