Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 38
132 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN miklu smærri og strjálli díla, grængula að lit. Það eru ólívínkrist- allar. Steinninn, sem ég fann þarna, var með öllum þeim einkennum Þjórsárhrauns, er séð verða berum augum, og auk þess mjög ósléttur og holóttur eins og livert annað brot úr yfirborði þess hrauns. Það- an hlaut hann að vera ættaður. Þegar ég hélt áfram ferð minni, fann ég brátt fleiri steina alveg sams konar og flesta nokkuð svipaða að stærð, a að gizka 1—2 kg. Ég taldi 12 steina af jressu tagi í leið minni með hraunbrúninni upp að vaðinu á Svínhagalæk, en það er um 5 knr vegur. Eftir Jrað tók að skyggja, og ég hætti leitinni. Steinarnir eru óreglulega dreifðir um allan þenna spöl, en hvergi fann ég nema einn í stað. Sennilega eru þeir nokkru fleiri en mér taldist, Jwí að ég hirti ekki að krækja að hverjum steini, sem ég sá á leið minni, til að ganga úr skugga um bergtegund hans. En auk dílóttu steinanna var þarna strjálingur af öðrum steínum, sem voru svipaðir þeim að stærð, en að bergteg- und óþekkjanlegir frá grjótinu í hraunbrúninni, sem er venjulegt Hekluhraun, gerólíkt Þjórsárhrauni. Öll Jressi steinadreif virðist liggja á rhjóu belti meðfram hraunbrúninni, og stefnan er því nær bein, laust framan yið yztu hraunnefin, en krækir ekki inn í vikin á milli þeirra. Á öllu svæðinu er rennsléttur, gróðurlaus sandmelur. Sá hluti grjótdreifarinnar, sem næstur liggur Þjórsárhrauni, er um kílómetra veg þaðan, og Rangá rennur á milli. Hraunið nær hvergi austur yfir ána, fyrr en kemur upp fyrir Hraunteigslæk, um 7 km frá grjótdreifinni. Samt er fullvíst, að dílóttu steinarnir í dreif- inni eru ættaðir úr Jressu hrauni. — Hvernig hafa peir borizi pang- að, sem peir liggja nú? Þjórsárhraun rann ekki fyrr en eítir ísölcl, svo að ekki hefur jökull flutt steinana. Rennandi vatn kemur ekki heldur til greina, því að melurinn, Jrar sem steinarnir eru, liggur hærra en yfirborð hrauns- ins. Steinarnir eru allt of stórir, til að hugsanlegt sé, að Jreir hafi fokið. Að Jressu athuguðu er ekki öðru til að dreifa en rnönnum. En ekki hafa menn getað séð sér neinn hag í að draga að grjót úr Þjórsárhrauni á þenna stað. Ef Jrarna hefði átt að gera eitthvert mannvirki úr grjóti, gat engum dottið í hug að liytja grjótið að um 7—12 km veg ofan úr Hraunteig né lieldur ferja það utan yfir Rangá, |)ví að nóg er af grjóti í hraunbrúninni rétt hjá. Ég get ekki fundið aðra skýringu á þessum grjótflutningi en stein-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.