Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 39
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN
133
unum Iiaíi verið stungið í klyfjar á hestum til að rétta baggamun
og dottið þarna úr eða verið teknir og fleygt.
Ef þessi skýring er rétt, hlýtur þarna einhvern tíma að hafa verið
fjölfarin leið með klyfjahesta, því að það liefur vissulega ekki verið
algengt að bæta grjóti í hagga til að þyngja hann, enda hálfklaufa-
Íegt neyðarúrræði. En nú er þarna enginn mannavegur. og ég hef
ekki heyrt þess getið, að þessi leið hafi nokkru sinni verið notuð til
neinna aðdrátta. Samt talar grjótdreifin sínu máli, og á því er meira
mark takandi en á þögn sagna og munnmæla.
A liðnum öldum og allt fram á hina tuttugustu sóttu bændur úr
ýmsum sveitum Rangárvallasýslu við í skógana í Næfurholtslandi.
Bæjarnafnið (uþphaflega Nœfraholt, síðar og jafnvel stundum enn
fram borið Næfrolt) ber með sér, að þar hefur snemma þótt af-
bragðsskógur, sem gaf af sér ncefrar, þ. e. birkibörk, auk eldiviðar,
raftviðar og smíðaviðar. Þegar jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns um Rangárvallasýslu var tekin saman, á árunum 1708—
1710, áttu margar jarðir á Rangárvöllum og í fleiri sveitum skógar-
ítök í Næfurholtslandi. Einar E. Sæmundsson hefur sýnt fram á,
að um ] uer mundir hal'i ekki færri en 58 bændur frammi í lágsveitun-
um notað sér jaessi ítök og hafi þau þó áður verið enn fleiri, en sum
eydd og týnd, er hér konr sögu.# Með þessu er sýnt, að öldum saman
hefur verið dreginn að skógviður frá Næfurholti fram um sveitir.
Eftir jaessar skógarferðir hlýtur steinadreifin að vera. Þær hafa
verið stórkostlegustu vöruflutningar, sem áttu sér stað ofan Rang-
árvelli, og hinir einu, sem lágu að nokkru ráði um skika af Þjórsár-
hrauni. Allir helztu skógarnir, sem enn eru eftir í Næfurholtslandi,
eru í Jressu hrauni eða í hlíðum, sem það liggur last upp að. Til
dæmis má nefna Hraunteig, í tungu úr hrauninu milli Hraunteigs-
lækjar og Rangár, og Lambatánga, Myrkvið, Vatnsdalstorfu, Hofs-
torl’ur, Fillingaholt og Gunnarsholtsgil, öll nokkru fyrir innan
Gamlá-Næfurholt. (Þrjú Jiessara örnefna eru kennd við bæi frammi í
sveitum, af því að þeir áttu þar skógarítök.)
Ef baggamunur kom í ljós, skömmu eftir að látið hafði verið
upp á lestina í einhverjum þessara skóga, og ástæða jrótti til að stinga
steini í léttari hrísbaggann, gat varla hjá því farið, að dílóttur steinn
úr Þjórsárhrauni yrði hendinni næstur. í engar klyfjar mun vera
jafnhandhægt að bæta grjóti og einmitt hrísbagga, og úr slíkum
Einar E. Sæmundsen: Næfurholtsskógar, Ársrit Skógræktarfélags íslands, 1946.