Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 41
Guðmundur Kjartansson: Þætíir af Heklugosinu III. LÆKURINN í STÓRASKÓGSBOTNUM Suniarið 1930 kom cg fyrsta sinni í Hekluhraun í rannsókna skyni. Mér var um liugað að liafa tjaldstað sem næst Heklu og valdi Stóra- skógsbotna, einkum al því að hvergi nær virtist vera gott vatnsból. Stóraskógsbotnar eru norðan undir Botnafjalli, sem er við þá kennt, röskan klukkustundar gang suðaustur frá Næfurholti og svipaða vegalengd norðaustur frá Selsundi. í einhverjum Heklugosum endur fyrir löngu hafa hraun runnið vestur af hálendisbrúninni milli Botnafjalls og Rauðöldulmúks, og er sá hraunfoss um 200 m hár og 2 km breiður. Með suðurjaðri hans — þ e. undir Botnafjalli — lá gilskora, grafin af vatni. Efri hluti liennar var þó jafnan vatnslaus nema í hlákum og vorleysingum, en nálægt miðri brekkunni spruttu upp lindir úr móberginu í suðurbarmi gilsins, og þaðan rann læk- ur el'tir gilinu. Þessar lindir voru Stóraskógsbotnar í þrengri merk- ingu örnefnisins, en í víðari merkingu nær það einnig til svæðisins í kring. Hraunbrekkan var þarna allvel gróin mosa, lyngi og grasi, einkum næst gilinu. Þar reisti ég tjald mitt í litlum hvammi norðan gils í h. u. b. 330 m hæð y. s. Stutt var að sækja vatn í efstu lindirn- ar, en þó nokkur íþrótt að klifra með fulla vatnsfötu upp úr gilinu. í þessum tjaldstað lá ég flestar nætur frá 18. júlí til 14. ágúst. Þar var gott að vera, víðsýni mikið niður yfir sveitir o? norður til jökla og fagurt um að litast, hvort sem horft var nær eða fjær, fossaniður og ilmur efstu grasa. Þegar Hekla gýs, eru Stóraskógsbotnar í hættu fyrir hraunflóð- um. Frarnan af síðasta gosi liennar virtist þó hættan meiri annars staðar — þar sem meira var í lnifi — það var á efstu bæjunum, Næf- urholti og Hólum, vestur af .nýju hraununum. En seint í júnímán- uði (1947) tók megnið af hrauninu nýja stefnu og suðlægari, rantt

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.