Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 42
136
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN
fram yfir Þrætustígshraun og tók að breiðast út uppi á hálendis-
brúninni fyrir ofan Stóraskógsbotna. Jafnframt því sem hraunhafið
stækkaði þarna uppi, tók brátt að renna kvísl frá því norður af brún-
inni fyrir innan Rauðölduhnúk, langt frá Stóraskógsbotnum. En
uppi á brúninni teygðist hraunhafið æ lengra suður í átt að Botna-
fjalli. Furðulegt var að sjá þetta vestan úr sveitum. þegar skuggsýnt,
var: Nótt eftir nótt glóði liraunið þarna að því er virtist tæpt frammi
á brúninni á löngum kafla, en eins og það kinokaði sér við að velta
fram af. Loks kom þó að því.
Sunnudaginn 6. júlí kom hópur manna, sem var í fræðslu- og
skemmtiferð á vegum Náttúrufræðifélagsins, að hrauntotu, sem
var að skríða fram af brúninni fast sunnan við Ráuðölduhnúk. Tot-
an var lág og deigkennd, en iítt þakin storkinni urð. Hraði hennar
var aðeins 6 m á 20 mín., enda var hún ekki enn komin niður í
mesta brattann. Næstu sólarhringa rann liver hrauntaumurinn við
Jilið öðrum ofan þessa ltrekku. 10. júlí voru jreir orðnir átta. Síðan
runnu þeir saman í f'ærri og breiðari hraunfossa. Á þessu gekk fram
yfir miðjan ágústmánuð, og hafði þá mestur hluti gamla hraun-
fossins inilli Rauðölduhnúks og Botnafjalls þakizt nýju hrauni.
Aðeins syðst í honum var enn allstór skiki „óbrunninn", ]tað var í
kringum Stóraskógsbotna.
Aðfaranótt 22. ágúst sá ég vestan úr Bjólfelli, að stór og glóandi
hraunálma var tekin að teygjast í fyrri stefnu hraunsins, þ. e. í vestur
frá eldstöðvunum, og mátti búast við, að það drægi úr rennslinu í
átt til Stóraskógsbotna. Samt hafði ég mjög litla von um, að þeim
yrði þyrmt, því að nú sá ég enn nýjar glæður tæpt á brúninni upp
af þeim, og rétt norðan við tjaldstaðinn minn garnla var bjartur
eldtaumur siginn niður í miðja brekku.
Kl. 11 árdegis kom ég að þessari nýju hraunálmu. Hún var þá
komin neðst í brekkuna og gekk enn hratt fram, 20 m á 25 mín. En
ekkert hraun var enn komið í lækjargilið. Ég gekk upp eftir því og
skoðaði það, lækinn og lindirnar, við búinn, að nú sæi ég þetta
allt síðasta sinni.
Gilið fylgir alls staðar hraunjaðrinum, en er að mestu leyii skorið
í móberg. Hraun er aðeins elst í norðurbarminum, þar sent gilið
hefur holazt lítið eitt inn undir jaðar hraunfossins, svo að yzta rönd-
in brotnaði niður. Þar gat að líta fróðlegan þverskurð af hraunfossi,
víða 3—4 m þykkan. Hann skiptist í þrjú belti, svipuð að breidd: