Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUFRÆfilNGURlNN 139 Þá var hvergi orðið óhætt í gömlu hraunbrekkunni fyrir liruni glóandi kletta úr nýja hrauninu, svo að ég flutti mig í fjallshlíðina sunnan við gilið. KI. 410 féll hraunið í efra enda gilsins, og álma með sívaxandi rennsli tók að teygjast niður eftir því. En leiðin var þröng, og stór- grýtismúgarnir, sem huldu alla hraunkvikuna, urguðu og sörguðu við gilveggina, sem veittu viðnám. Framsókn hraunsins ofan þetta bratta gil varð í fyrstu hægari en mig varði. En þar kom, að efsti spölur gilsins fylltist, og þá kom aftur skriður á hraunálmuna. Hún rann nú breiðari en áður ofan gilið og langt uppi á börmum þess. Kl. 55 átti hraunið í gilinu eftir fulla 100 m að læknum. En þar voru þrengsli og smáhlykkur á gilinu. Hlóðst þar urð í og stíflaðist rásin, en. allt hraunið flóði upp á norðurbarm gilsins og þar áfram ofan brekkuna í breiðri tungu með skaplegum hraða. Kl. 6r>° hvarf lautin, þar sem ég tjaldaði 1930, undir þá hraun- tungu. Þá var mög dregið úr hraða hraunsins, en það belgdist hátt upp í gilinu ol'an við stífluna, eins og það byggist til nýs áhlaups. Um þetta leyti ultu fyrstu steinarnir úr nýja hrauninu niður í læk, og fleiri komu síðar. Þetta var glóandi stórgrýti. Steinarnir stönzuðu þar, sem grunnt var eða þurrar eyrar, neðan við fossinn. Vatnið sem á þá slettist í veltunni, sauð upp af þeim á fáum s^kúndum, en læk- urinn volgnaði ekki að ráði fyrir neðan. Um kl. 7 hófst lokaáhlaupið með litlum fyrirvara. Hraunurðin, sem stíflaði gilið um 100 m ofan við fossinn, virtist enn því sem næst hreyfingarlaus.' En út úr henni neðarlega tók að skríða frarn rauðglóandi kvika, líkt og gat hefði brotnað á ker með þykkum graut. Brot úr stíflunni, sum engin smásmíði, lágu ofan á kvikunni, ýmist í hrúgum eða hálfsokkin og greipt í hana, en víða og einkum fremst sá í hana bera. Sjálf frambrúnin var varla metra há, boga- dregin og bungandi fram í miðju. Til marks um seigju og samloðun kvikunnar má geta þess, að eitt sinn skreið fremsta tota hennar fram af h. u .b. mannhæðar háum og nærri þverhníptum klettastalli — og slitnaði ekki sundur við það. Þessi spölur gilsins var brattur, og hraði hrauntotunnar var met að miða við mínar athuganir bæði fyrr og síðar — um 100 m á 30 mínútum (3.3 m/mín.). Kl. 730 kom kvikan í lækinn með svipuðum hraða og að framan getur, og þar varð ekkert hik, lieldur sami hraði áfram. Þetta gerðist fast neðan við fossinn, og þar var enginn hylur fyrir. Um leið og hraunið hækkaði í gilinu, dýpkaði á fossinum, og eftir 5 mínútur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.