Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 47
NÁTTÚRUFR/EBINGURINN 141 Daginii eftir, 23. ágúst, var ég aftur kominn á vettvang kl. 2 e. h. Þá virtist allt hraurirennsli staðnað í Stóraskógsbotnum, og kom mér það heldur á óvart, annar eins aðgangur og þar hafði verið daginn áður. En þenna dag sást raunar lietur en áður, að mestallt hraunflóðið úr Heklu rann vestur frá fjallinu, og voru því nú orðnar góðar horfur, að Stóraskógsbotnum yrði hlíft við frekari usla en orðinn var. Sú von rættist. F.kkert hraun hefur runnið þangað síðan, og sá hluti hraunbrekkunnar, sent bezt var gróinn, norðan við Botnana og niður af tjaldstaðnum mínum, er enn ofanjarðar. Hrauntotan í lækjargilinu Iiafði aðeins lengzt um h. u. b. 100 m síðan kvöldið áður og náði nú um 200 m þaðan, sem áður voru upptök lækjarins. Hún hafði ekki heldur liækkað að neinum mun. Hvergi sá nú glóð í henni, og mátti ganga um hana alla hitans vegna. Aðeins á blettum sauð upp, ef skirpt var á grjótið. Litla linclin á suðurbarmi gilsins var enn utan við hraunjaðarinn, en fast við hann, hafði sloppið með naumindum. Hún var enn 4.6-0 heit og virtist með öllu óbreytt, en lækjarseytlan úr henni hvarf undir hraunið. Neðan við hrauntunguna var lækurinn nú aftur kominn í gilið. En rennsli hans var nú ekki nema eitthvað um 7 1/sek., tæpur fjórð- ungur þess, sem verið hafði áður. Hann var snarpheitur, 92°, þar sem hann smeygði sér út undan fremstu hrauntotunni, en engin suða sást né heyrðist. Þykk, hvít gufa rauk úr upptökunum og þó enn meiri gufustrókur úr hraunurðinni fáeinum metrum ofar, og sást hann langt að a. m. k. allan þenna dag. Hitastig vatnsins lækkaði smám saman, er fjær kom hrauninu. Tæpum 300 m neðar var læk- urinn kólnaður niður í 38° og hentaði mér vel til þrifabaðs, og'um 500 m frá upptökíim var hitastigið 26°, en þar rennur hann saman við annan læk, nokkru stærri, sem kemur sunnan að, ofan úr fjalli. Næst kom ég í Stóraskógsbotna 18. september, þ. e. 27 dögum eftir að hraunið rann í lækinn. Þá var landsynningsrok og rigning. Engin breyting var *á orðin önnur en sú, að hraunið hafði kólnað svo, að lítt eða ekki gætti yls á yfirborði þess, og lækurinn hafði einnig kólnað, en vaxið. Þó var hann enn volgur, 16.7° í upptökum (og 12.1° 500 m neðar). Og sjá mátti á merki, sem ég hafði sett við vatnsborðið 22. ágúst, áður en lækurinn þornaði. að rennsli hans var ekki enn komið í samt lag, vantaði á að gizka y3 eða 14 á. Næst heimsótti ég lækinn 9. nóvember, 79 dögum eftir að hraunið rann í hann. Þá var logn og bjartviðri og hiti um frostmark. Engan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.