Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 50
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN því aftur lengzt um 200 m upp á við. En mjög vatnslítill er sá efsti spölur hans hjá því, sem áður var. Það var auðséð, að nýi lækjarfarvegurinn, sem ég kom f'yrst að 24. marz, hafði ekki myndazt Jrann dag, því að bæði voru bakkar lians og sandeyrar í botninum harðfreðin og einnig hlaut þarna stærri lækur að liafa verið að verki. Telja má fullvíst, að þetta hafi gerzt í hlákunni miklu 4.-5. marz. Eins ög menn muna fylgdu henni óhemju vatnsflóð á Suðurlandsundirlendinu, t. d. hljóp ofsavöxtur í Hvítá og Olfusá, svo að flæddi í hús á Selfossi og víðar. Verksum- merki þeirra náttúruhamfara gat hvarvetna að líta þarna í Botna- fjalli, einkum aurskriður, nýlegar, en þó gaddaðar. Þá Iiafa aur- lækir úr fjallinu fyrst þétt hraunbrúnina með framburði sínum og síðan skorið sig niður með henni. Þegar Jress er gætt, að hraunjaðar- inn er allur tóm holurð og fjallshlíðinni hallar bratt inn undir hann, er Jretta furðu mikið afrek. Nú er hinn nýi farvegur aftur á móti orðinn svo þéttur, að ekki þarf nerna skaplega hláku og rign- ingu á freðna jörð til, að eftir honum renni að endilöngu. Þessi skora er upphaf að nýju gili í Stóraskógsbotnum. Eflaust verður það lengi — hundruð ára — að ná stærð gamla gilsins, sem fylltist, Jdví að vatn rennur ekki í því nenta í leysingum vetur og vor og aðeins fáa daga ár hvert, að undan skildu lindavatninu í neðsta kafla þess. Og svo getur einnig farið, að hraunflóð úr Heklu falli í gilskoruna, áður en langt er komið greftrinum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.