Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 11
DR. PHIL. HELGI PJETURSS
103
indamannsins fanginn, og rannsókn fornra fjöruborða veik til lilið-
ar um stund.
Nú var unnið kappsamlega um sumarið með hug og hamri —
mente et malleo — dag eftir dag og viku eftir viku, og leitað að
sönnunum fyrir því, að í móberginu fyndust jökulurðir. Voru flest
Hreppafjöllin rannsökuð, þar á meðal fjöllin að Þjórsárdal. í maí-
hefti tímaritsins The Scottish Geograpliical Magazine, árið 1900,
gerði Helgi grein fyrir þessum rannsóknum sínum í ritgerðinni
„Tlie Glacial Palagonite-Formation ol’ Iceland“ og færði þar sterk
rök fyrir því, að merki um fleiri en eina ísöld væri að finna á ís-
landi og sannanirnar fyrir því lægju niðri í hinni áðurtöldu fyrir-
ísaldar (preglacíölu) móbergsmyndun.
Helgi bjóst við því, er hann birti ritgerð sína, að þessari upp-
götvun í jarðfræði Islands, er hann taldi sig liafa gert, yrði tekið
með efasemi („incredulity"), enda hafði hann í fyrstu ekki ætlað að
trúa staðreyndunum sjálfur, er þær blöstu við augum hans. Svo fór
einnig, að liann mætti allharðri gagnrýni. Og næstu árin hnigu
rannsóknirnar einkum að því, að sanna betur uppruna þess hlutá
móbergsmyndunarinnar, er botnurðarsvipinn bar, og rekja út-
breiðslu lians sem víðast um móbergssvæðið. Sumarið 1902 skoðaði
Helgi Snæfellsnes. í Búlandshöfða varð fyrir honum fróðlegur þver-
skurður af „yngri blágrýtisdeild“ hinna eldri náttúrufræðinga.
Hvarvetna norðan á nesinu, umhverlis Grundarfjörð vestanverðan
og í fjöllunum upp af Neshreppi innan Ennis, náði undirstöðu-
blágrýtið í 135 m hæð yfir sjó, en lauk þar víða með fagurlega risp-
uðu yfirborði. í Búlandshöfða tók við skeljaleir með jökulrispuðum
steinum í sums staðar. Enn ofar í höfðanum voru allþykk mola-
bergslög, er hurfu inn undir ísnúin grágrýtishraun. Á þeim stóðu
hæstu móbergstindar nessins. Við greiningu sædýraleifanna kom í
ljós, að um tvö ólík dýrafélög var að ræða, annað hánorrænt úr svell-
köldum sjó, hitt suðrænna, og liafa þessi dýrafélög ekki getað unað
samtímis á sama stað. Þessi dýrafélög báru vott um, að skipzt höfðu
á kuldaskeið og hlýviðris á ísöld, en slík verksummerki úr jarðlögum
íslands voru áður með öllu ókunn. Eftir að Helgi hafði rannsakað
Snæfellsnes, færir hann í ritgerðinni „On a Slielly Boulder-Clay in
Iceland" (Quart. Journ. Geol. Soc„ 1903] enn veigameiri rök en
áður fyrir því, að móbergið íslenzka sé til orðið á ísöld, að nokkru
leyti úr gosösku og gjalli, en að öðrum þætti sé það fornar, um-
myndaðar jökulurðir (Glazialmetamorfikum, er hann síðar nefndi