Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 18
Steindór Steindórsson: Flórunýjungar 1948 Síðan 1930 hef ég við og við birt smágreinar um þær nýjungar, er ég hef orðið var við um útbreiðslu sjaldgæfra tegunda og nýjar teg- undir hér á landi. Hinn síðasti af þessum listum birtist í Náttúru- fræðingnum, XIII. árg., í yfirlitsgrein um Flórunýjungar 1925—40. Þær nýjungar, sem ég varð var við á næstu árum þar á eftir, hef ég tekið upp í Flóru íslands, 3. útg., en þó er getið nánar útbreiðslu nokkurra tegunda hér. Greinarkorn jrað, sem hér birtist, fjallar um fundi mína áritr 1947 og ’48, að svo miklu leyti sem þeirra hefur ekki verið getið í Flóru. Rannsóknarsvæði mín þessi sumur voru sem hér segir. Sumarið 1947 fór ég allvíða um Rangárvallasýslu, aðallega Fljótshlíð, Eyjafjöll, Vestur-Landeyjar og Rangárvelli, en einnig lítið eitt austast um Holtin. Óveðrin það sumar ollu bæði því, að ég fékk ekki rannsakað eins vel þau svæði, er ég fór um, og ég hefði óskað, og eins hinu, að yfirferðin varð minni en ætlað var í fyrstu. Hef ég því ekki birt sérstaka grein um rannsóknir mínar á þessu svæði, að ég hef hugsað mér að gera þangað aðra ferð. Sumarið 1948 dvaldist ég fyrst efst í Norðurárdal í Borgarfirði og fór þaðan upp um sunnanverða Holtavörðuheiði, en síðar var ég um skeið við sunnanverðan Kaldadalsveg, með stöðvar í Brunnum. Flest- ir þeir fundarstaðir, sem hér verður getið, eru því frá þessum slóð- um. Þá hef ég tekið lítið eitt til athugunar um nokkrar tegundir, sem virðast eiga meginútbreiðslu sína hérlendis á þessum umræddu svæðum. Nöfn plantna og röð er hin sama og í Flóru, 3. útg., en ættaheitum og höfundaskammstöfunum sleppt til rúmsparnaðar. 1. Ophioglossum vulgatum, naðurtunga. — Við Englandshver í Eundarreykjadal. Ein- tnk, sem ég athugaði, eru öll með einu blaði og virðast því teljast til aðaltegundar- innar, en ekki afbrigðisins var. polyphyllum, sem hingað til hefur aðeins fundizl hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.