Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 39
GRENJALÍF Á MÝVATNSFJ ÖLL U M
131
í fyrra vor, nokkru fyrir Jónsmessu, var tófan hans skotin hér á
sama stað. Þá tókst honum eins og oft áður að sleppa án þess að
verða séður.
Svo var það eitt kvöld í vetur, seint í rnarz, að ltann var óvanalega
fjörugur og léttur á sér. Hann lék sér að því að stökkva nokkrar
liæðir sínar í loft upp og sveifla sér í hringi, rétt eins og þegar hann
var upp á sitt bezta. En samt fann hann, að Iiann var nú orðinn
stirðari, og svo mæddist hann h'ka ótrúlega fljótt. Þetta gramdist
honum sárt, og mest fann hann til þess, þegar hann var að elta læð-
urnar. Hann mundi sinn fífil fegri. Hann hafði getað hlaupið þær
uppi, hvenær sem hann vildi. En þessar síðustu nætur höfðu gert
hann vonlítinn í ástamálum. Ein var þó sú, er liann hafði oft hitt.
Og í kvöld eða aldrei skyldi liann fá færi á henni.
Nú heyrði hann til hennar. Og í töfraskini hækkandi mána á
gljástroknum fannbreiðum óbyggðanna þaut hann í áttina með
ögrandi gaggi. Þau hittust. Og nóttin varð óvenjustutt í léttum leik
með henni.
Það var orðið lítið um æti nema eggin, er hann hafði grafið síð-
asta sumar. Rjúpur hitti hann helzt aldrei nú, en þær fáu, sem
hann hafði náð fyrri part vetrar, voru löngu étnar. Eins var það
með kindaræflana. Það var frekast von um að finna ýmislegt í ná-
grenni við Mývatn. En þangað hætti hann sér sjaldan. Þó var það
eitt, sem dró hann. Hann hafði einu sinni fundið dauða kind í gjá
skammt ofan við vatnið og fengið sér góðan bita af henni, Jjótt hún
væri mikið étin. Rétt á eftir fylltist gjáin af vatni, svo að engin leið
var að ná til kindarinnar. Hann gaf þessu gætur svona við og við, og
fyrir kom, að hann hafði mús upp úr því.
Þau hjónin gengu oft um grenin hjá Grenisklettum. Að síðustu
ákvað hún að setjast þar að. Hann skipti sér fyrst í stað lítið af
henni, er hún tók að lialda sig heima við grenið. En þegar liann
þóttist vita, að hún fór að hafa nauman tíma til matfanga, þá fór
hann að bera ýmislegt heim að greninu. Það tók lnin og át'eða faldi.
Einhvern veginn fannst honum það undarlegt, hve oft hún lá úti
á greninu síðustu vikurnar. Alltaf hljóp hún þó á móti honum,
er hann nálgaðist, velti sér um hrygg og lá grafkyrr á baki eða hlið,
rétt eins og hún væri dauð. Svo spratt hún á fætur og lék sér í kring-
um hann. En þetta höfðu þær gert allar hinar.
Fyrstu ungarnir, sent hann fann, voru þrastarungar. Þá hitti liann
í þéttum birkirunna í hrauninu suðaustur af Reykjahlíð við Mý-