Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 46
138
N ÁTTÚ RUFRÆÐIN G URIN N
Strá og blaðsprotar i Ijósgrœnum toppum. Stráin 1—4 sam-
an, beinvaxin eða íbogin, rnjög grönn, snörp og livassprí-
strend. Blöðin fremur slyttuleg, löng og flöt eða með lítið
eitt niðursveigðum röðum, hœrð, a. m. k. neðan til. Slíðrin
hœrð. Karlaxið 1, leggstutt, um 10 mm langt, gulbrúnt að
lit. Kvenöxin 2—3, þéttblóma, 1—1,3 cm löng, tvö hin efri
náin. Oll öxin leggjuð, upprétt í fyrstu, en drúpa litið eitt,
er aldinið tekur að þroskast. Neðsta stoðblaðið þroskalegt,
miklu lengra en stráið. Nœstneðsta stoðblaðið oftast þver-
hrukkótt néðst. Axhlífar kvenblómanna egglaga, mjög Ijós-
brúnar og með grœnni miðtaug, ycldar, litið eitt styttri en
hulstrxð. Hulstrið langsporlaga, trjónulaust, með greinileg-
um taugurn, einkum við þurrkinn, grængult og gljáandi i
fyrstu, en verður ibrúnt með aldrinum. Frœnin 3. 15—40 cm
á hœð. Blórngast í júlí.
Gljástörin ér útbreidd um mestan hluta Evrópu, alveg norður
fyrir 70. breiddarstig í Skandinaviu, og í Olpunum vex hún í 2200
m hæð y. s. Þó er hún ekki kunn frá Pýreneaskaga, Sikiley né frá
Færeyjum eða eyjum í Norðursjó og er fáséð í Grikklandi. Einnig
vex hún í tempraða belti Norður- og Vestur-Asíu, svo og í Norður-
Ameríku austanverðri, er sarnt ófundin á Alaska og Grænlandi.
Gljástörin getur komið inn í greiningarlykilinn á bls. 84 í 3. útg.
af Flóru íslands, án þess að breytt sé öðru en orðalagi lykilsins að
Carex vaginata (slíðrastörinni). Eftir innskot nýju tegundarinnar
lítur greiningarlykillinn þannig út (byrjað á 2. 1. a. o.):
xx. Blágrænar plöntur.
1. Hulstrið uppblásið, bogið, fínnöbbótt. Axhlífarnar dökkar,
yddar.
C. panicea.
2. Hulstrið aflangt, beint og slétt. Axhlífarnar snubbóttar.
C. livida.
xx. Fagurgrænar eða gulgrænar plöntur.
1. Fagurgræn. Neðsta stoðblaðið mjög slíðurlangt. Hulstrið með
trjónu.
C. vaginata.
2. Gulgræn. Neðsta stoðblaðið með stuttu slíðri eða nær því
slíðurlaust. Hulstrið trjónulaust.
C. pallescens.