Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 43
SLÆÐINGAR I REYKJAVÍK OG GRENND
135
bragð. Skógarkerfill er sums staðar ræktaður til skrauts í görðum.
Vex líka utan garðanna sem slæðingur í Reykjavík, og þrífst ágæt-
lega. Hefur vaxið lengi í túni í Goðdal í Strandasýslu. Vex einnig
í Neskaupstað, Reyðarfirði og að Asum í Gnúpverjahreppi. Ilendist
að öllum líkindum. Ekki getið í Flóru. Vex villtur á Norðurlöndum
og víðar. Gömul litunar- og lækningajurt.
Galtarfífill (d). Grisafifill, blóm (b) og blað (lengst t. h.).
Runnakerfill (Torilis japdnica D. C.). Einær eða tvíær, grágræn,
30—40 cm há sveipjurt, sem svipar tii skógarkerfils fljótt á litið.
Snarpur átöku vegna stinnra hára, sem snúa niður á stönglinum, en
fram á blöðunum. Stöngullinn er oft rauðbrúnn og greinist stund-
um frá grunni. Blöðin fremur magnlítil, tví-þrífjöðruð, bleðlarnir
ávalir egglaga, tenntir. Sveipirnir stilklangir. Stórreifar með 5 eða
fleiri reifablöðum, fjölblaða smáreifar. Krónublöðin hvít eða rauð.
Aldin grágrænt eða dökkgrænt með marga krókbursta. Dreifist með
fólki og fénaði. Ekki fundinn hér áður, svo að kunnugt sé. Vex
villtur á Norðurlöndum og víðar.