Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 49
NÝR HRAUNHELLIR í HEKLU 141 um ekki meðferðis önur tæki til efnagreiningar en bragðlauka tungunnar, og þeir reyndust alls ónógir. Hvorugur okkar kannað- ist við bragðið af þessu salti. En nú hefur sýnishorn, sem ég tók af því, verið rannsakað í Atvinnudeild Háskólans og reyndist vera hreint glábersalt (Na2S04, 10H2O), að því er Gísli Þorkelsson, for- stjóri Iðnaðardeiidar, hefur tjáð mér. í þetta skipti hefðum við Ófergur getað safnað saman mörgum kílógrömmum af glábersalti, ef við hefðum liaft ílát undir það. En auðséð var, að það var að eyðast, renna sundur í hinu raka lofti inni í hellinum. Og þegar ég kom þarna aftiir 94 dögum síðar, var orðið miklu minna af saltinu. Sennilegt þykir mér, að það verði með öllu liorfið næsta sumar. Salt hefur fyrr fundizt eftir Heklugos, bæði á gosstöðvunum og í nýrunnum hraunum, en aldrei fyrr glábersalt, svo að menn viti. — í Flateyjarannál segir svo um Heklugosið 1341: „Menn fóru til fjallsins, þar sem uppvarpið var . . . Hvítasalt svo mikið lá þar umhverfis opnuna, að klifja mátti hesta af og brennu- steini.“ Og um gosið 1845 ritaði Oddur Erlendsson iireppstjóri á Þúfu á I.andi: „Einnig kom mikið sall úr Heklu í þessu gosi. Var það bezt, sem tekið var næst eldinum, og mátti kalla, að það gæfi lítið eftir neyzlu- kaupstaðarsalti." Af orðalagi í frásögn Ödds mætti ætla, að þar væri um matarsalt (NaCl) að ræða. En danski náttúrufræðingurinn Schythe, sá sem bezt rannsakaði Heklu eftir þetta gos, leggur lítinn trúnað á, að svo hafi verið. Hann heldur því fram, að „salt“ það, er þá fannst í nýja hrauninu, hafi verið salmíak (NH4C1), enda hafi þeir, sem fundu það, talið bragðið af því öðruvísi en af matarsalti. Sjálfur fann liann og einungis salmíak, og í sýnishornum, sem send voru utan til efna- greiningar, reyndist vera mikið af salmíaki, en ekkert matarsalt. Þorvaldur Thoroddsen er sömu skoðunar og Schythe og dregur af henni þessa ályktun: „Hvítasaltið [sem um getur í Flateyjarannál] hefir líklega verið salmíak" (Lýs. ísl. II, bls. 97). Eftir fund glábersaltsins í Karelshelli má eins búast við, að „hvítasaltið" hafi verið glábersalt. Eftir ferð okkar Ófeigs í Næfurholti kom enginn maður í Karels- Iielli fyrr en 11. september s.l. Um þá helgi efndi Ferðafélag íslands til liópferðar þangað. Kristján Ó. Skagfjörð var fararstjóri, en ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.