Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 36
128
N ÁTTÚRUFRÆfilN GURIN N
Ég bíð stutta stund með annað skot í byssunni, viðbúinn, e£ hún
færi að brölta. Síðan geng ég að henni, þar sem hún liggur með sól-
blik í brostnum augum.
Steingeld! Þetta var einmitt það, sem ég bjóst við.Og nú skildi
ég, hvernig í -öllu lá. Hún hafði látið fyrir tímann eða misst alla
yrðlingana, þegar hún gaut. Enginn hafði komizt á spenann. Mjólk-
urkirtlarnir liöfðu sýnilega þroskazt, en spenarnir aldrei verið opn-
aðir. Engin livít mjólk hafði seytlað úr þeim, heldur þykk gulleit
kvoða, aðeins úr þeim öftustu. Hér hafði gerzt sorgarsaga.
í köldum, hörðum vorum ber oft talsvert á því, að tófur liafi
mjög fáa yrðlinga, og stundum halda geldar tófur við greni þar, sem
ekki verður vart við neinn ref, þótt hann eigi þar einning Iteima.
Talið er, að yrðlingar, sem fæðast áður en 48 dagar ern liðnir af
meðgöngutíma, hafi ekki fengið nægilegan h'fsþrótt. En þetta ber
stundum við, og mun tíðarfar aðallega valda. Eftir 50 daga með-
göngutíma komast yrðlingar aftur á móti vel á legg að forfallalausu.
En í vondum vorum eru mörg greni ýmist héluð eða blaut, svo að
litlu tófubörnin missa máttinn, nýfædd, af kulda og raka og komast
ekki á spenann. Þá er dauðinn vís. Þegar svo ber undir, er tófum,
sem gjóta fyrsta sinni, hættara við að missa yrðlinga sína en hinum,
sem eldri eru og reyndari í að ala upp börn.
Hvernig stóð nú á öllum ungunum, sem bornir voru heim á gren.
ið?
Vafalaust hafði refurinn dregið þá að, af þeirri eðlilegu ástæðu,
að hann vissi ekki betur en þar væri allt í góðu lagi. Jafnvel hann
vissi ekki, hvernig farið hafði fyrir kerlingu sinni.
Refir forðast að ónáða tófuna frá því nokkru fyrir gottíma og þar
til yrðlingarnir fara að stálpast. Ekki fyrr en þeir eru orðnir um
mánaðar gamlir, voga refirnir sér að heilsa upp á börnin sín, þegar
móðirin er hjá þeim. Þeir vita vel, að í hennar urnsjá er þeim bezt
borgið. Eftir það fer hann að leggja sig allan fram til að færa mat-
björg í búið ásamt móðurinni. Þá lætur hann sér líka með. hverjum
deginum annara um þenna elnilega barnahóp, en á hina hlið virðist
umhyggja móðurinnar fara þverrandi. — Svo er uin ástir refa.
Undir eins og Guðmundur kom til mín, tók liann við vaktinni,
en ég fór að athuga greni urn 2 km sunnar. Á leiðinni suður eftir
gággaði ég nokkrum sinnum, þar sem lítið bar á mér, eins vel og ég
framast gat í von um, að einhver tófa svaraði og þá ef til viil refur-