Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 28
120 N ÁTTÚRUFRÆÐIN G U RINN jurt og vatnalaukur, eru báðar norðlægar tegundir. Lenstungljurtin á annað höfuðútbreiðslusvæði umhverfis Eyjafjörð, en iiefur auk þessa fundizt á nokkrum stöðum á Vestfjörðum og einum stað á Austfjörðum. Nær alla fundarstaði hennar má rekja til nágrennis við „íslausu eyjarnar". Vatnalaukurinn hefur hins vegar ekki fund- izt nema á Suðvesturlandi sunnan Borgarfjarðar, aðallega í grennd við hæsta fjalllendi þess svæðis, og auk þess á Miðfelli í Árnessýslu. Út frá þessu vildi ég telja líklegt, að báðar þessar tegundir iiefðu lifað hér síðan á síðasta liléi ísáldarinnar. Báðar munu hafa takmark- aða möguleika til útbreiðslu, svo að raunar er ekki undarlegt, þótt þær hafi ekki dreifzt víðar. Þegar kemur að hinum tegundunum, er annað uppi á teningnum. Þær eru allar af suðlægum uppruna og teljast til þess flokks plantna, sem suðlægastar eru hér á landi, eftir flokkaskiptingu Mölholm Hansens. T. d. vantar þær allar nyrzt í Skandinavíu. Af þessum sökum einum er varla trúlegt, að þær hefðu lifað hér af síðasta jökulskeiðið, jafnvel þótt gert væri ráð fyrir, að íslaust svæði kynni að hafa verið sunnan undir Eyjafjalla- og Mýrdalsjökli. Það er og annað, sem einnig rnælir þar í móti. Á „plöntueyju" Suðurlandsins, vaxa mjög fáar þeirra tegunda, sem eiga höfuðstöðvar á einhverri hinna „eyjanna", og yarla nokkur þeirra tegunda, sem hér er um að ræða, finnst á hinum eyjunum. Ég hygg því að svo stöddu mjög óvarlegt að telja þessar tegundir í hópi eftirlifendanna frá jökul- tímanum. Enda þótt ekkert yrði fullyrt í þessu efni, þá lægi mér næst að ætla, að þessar tegundir hefðu flutzt inn með mönnum. En þá mætti þó ætla, að þær fyndust víðar um landið, en þarna sunnanlands. En í þessu sambandi væri vert að minnast þess, að tvenn landnám hafa farið fram í þessu landi. Á undan Norðmönnum var hingað allmikill flutningur manna frá Bretlandseyjum, einkum til suðurstrandar landsins. Eftir því, sem ég fæ bezt séð af Flórum þeim, sem ég hef rnilli handa, eru flestar, ef ekki allar þessara teg- unda, drjúgum útbreiddari á Bretlandseyjum en í Noregi. Skal það þó ekki fullyrt, þar sem táknanir Elórnanna í þessu efni eru ekki sem nákvæmastar, en ef það væri rétt, sem mér virðist, þá styddi það óneitanlega þá skoðun mína, að tegundir þessar hefðu flutzt frá Bretlandseyjum, en ekki frá Nóregi. Benda má og á, að tvær þessara umræddu tegunda, selgresi og stúfa, munu fyrrum hafa verið notað- ar til lækninga, og liið sama má segja um garðabrúðu, sem einnig á höfuðstöðvar sínar á Suðurlandi, þótt hún sé ekki tekin hér með,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.