Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 7
Eysteinn Tryggvason: Jarðskjálítar á Islandi árið 1953 Jarðskjálftar voru hér venju fremur litlir á árinu. Ekkert tjón hlauzt af þeim, og má því segja, að lítil ástæða sé til að ræða nokkuð um þá. í Reykjavík hafa verið starfræktir jarðskjálftamælar á vegum Veð- urstofunnar í næstum þrjá áratugi, eða síðan 1926. Mælamir hafa lengst af verið lélegir, en nú hefur verið bætt úr því, þar eð nýir mælar voru fengnir til Reykjavíkur á árunum 1951—1952, og síðan í október 1952 hafa þessir nýju mælar verið starfræktir að staðaldri. Nýju mælarnir sýna sennilega um fimm sinnum fleii'i jarðskjálfta en þeir gömlu, enda mældu þeir um 340 hræringar á árinu 1953, en gömlu mælamir sýndu að meðaltali 60—70 jarðskjálfta á ári. Auk þeirra upplýsinga, sem jarðskjálftamælarnir gefa, er hér stuðzt við fréttir af jarðskjálftum, sem fundizt hafa. Tvisvar á árinu, 10. febrúar og 20. ágúst, voru send út spurninga- eyðublöð til allmargra manna í þeim héruðum, þar sem líkur voru til, að jarðskjálfti hefði fundizt. Mikill meiri hluti þeirra, sem eyðu- blöðin fengu, endursendu þau með þeim upplýsingum, sem óskað var eftir, og fékkst þannig gott yfirlit yfir útbreiðslu þessara jarðskjálfta. Það verður ekki sagt með vissu, hve margar jarðhræringar hafa fundizt á árinu, en a. m. k. 14 daga ársins fannst einhvers staðar á landinu jarðskljáfti, og suma dagana fudust margar hræringar. 6. janúar um kl. 19 fannst allsnarpur jarðskjálftakippur á Tjörnesi. Snarpastur mun hann hafa verið í Ytri-Tungu. Þar fundu hann all- ir, sem inni voru, en úti varð hans lítið vart (styrkleiki IV stig). Jarðskjálfti þessi fannst á mjög litlu svæði, sennilega ekki í yfir 10 km fjarlægð frá upptökunum, sem verið hafa nálægt Ytri-Tungu. lO.febrúar kl. 13:27 varð mesti jarðskjálfti ársins. Fannst hann á stóru svæði á Norður- og Norðausturlandi, en var alls staðar vægur. I Skagafjarðarsýslu fannst hann mjög óvíða (Þorbjargarstöðum í Skefilstaðahreppi, II stig), og þar fyrir vestan varð hans hvergi vart.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.