Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 9
JARÐSKJÁLFTAR Á ÍSLANDI ÁRIÐ 1953 3 Jarðskjálftar á Islandi árið 1953. Earthquakes in Iceland during 1953. Lirnits of perceptibilities and epicenters of earthquakes of magnitude 4. —IV stig) á Húsavík og Dalvík. Samkvæmt jarðskjálftamælunum í Reykjavík hafa upptök hans verið í um 300 km fjarlægð. 21. júlí kl. 00:20 (sumartimi; 20. júlí kl. 23:20 eftir íslenzkum miðtíma) fannst vægur jarðskjálfti í Reykjavík (III stig). Upptök hans voru 25—28 km suð-suðvestur frá Reykjavík, eftir því sem jarð- skjálftamælarnir sýndu, en það er nálægt Trölladyngju. 20.—21. ágúst varð vart nokkurra jarðskjálfta í Hveradölum á Hell- isheiði, Ölfusi og víðar. Snarpasti kippurinn kom kl. 13:11 (sumar- tími) þann 20., og fannst hann m. a. í Reykjavík (II—III), Hvera- dölum (IV—V), Hveragerði og viðar í ölfusi (III—IV), Selfossi (III), Miðengi og Öndverðarnesi í Grímsnesi (III) og Eyrarbakka (II—III). í Hveradölum varð jarðskjálftanna fyrst vart um kl. 10, og síðan fundust hræringar öðru hverju til kl. 15 næsta dag (þ. 21.). Hrær- ingarnar virtust koma úr norðaustri eða austri. I Hveragerði fundust rúmlega 10 hræringar 20. ágúst og 6—7 dag- inn eftir. Annars staðar fundust færri hræringar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.