Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 9
JARÐSKJÁLFTAR Á ÍSLANDI ÁRIÐ 1953
3
Jarðskjálftar á Islandi árið 1953. Earthquakes in Iceland during 1953. Lirnits of
perceptibilities and epicenters of earthquakes of magnitude 4.
—IV stig) á Húsavík og Dalvík. Samkvæmt jarðskjálftamælunum í
Reykjavík hafa upptök hans verið í um 300 km fjarlægð.
21. júlí kl. 00:20 (sumartimi; 20. júlí kl. 23:20 eftir íslenzkum
miðtíma) fannst vægur jarðskjálfti í Reykjavík (III stig). Upptök
hans voru 25—28 km suð-suðvestur frá Reykjavík, eftir því sem jarð-
skjálftamælarnir sýndu, en það er nálægt Trölladyngju.
20.—21. ágúst varð vart nokkurra jarðskjálfta í Hveradölum á Hell-
isheiði, Ölfusi og víðar. Snarpasti kippurinn kom kl. 13:11 (sumar-
tími) þann 20., og fannst hann m. a. í Reykjavík (II—III), Hvera-
dölum (IV—V), Hveragerði og viðar í ölfusi (III—IV), Selfossi (III),
Miðengi og Öndverðarnesi í Grímsnesi (III) og Eyrarbakka (II—III).
í Hveradölum varð jarðskjálftanna fyrst vart um kl. 10, og síðan
fundust hræringar öðru hverju til kl. 15 næsta dag (þ. 21.). Hrær-
ingarnar virtust koma úr norðaustri eða austri.
I Hveragerði fundust rúmlega 10 hræringar 20. ágúst og 6—7 dag-
inn eftir. Annars staðar fundust færri hræringar.