Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 11
JARÐSKJÁLFTAR Á ÍSLANDI ÁRIÐ 1953 5 23. október fundust vægir jarðskjálftakippir í Hveragerði kl. 12:36 og 14:56 og nokkru meiri kippur kl. 20:45 (sumartími). Tveir fyrri kippirnir fundust einnig á Selfossi, en sá síðasti m. a. í Reykjavík (II—III) og Eyrarbakka. Hræringar þessar sáust á jarðskjálftamælunum í Reykjavik, og var sú síðasta langmest. Einnig sýndu mælarnir nokkrar minni hræring- ar þennan dag. Upptök þeirra hafa að líkindum verið á sama stað og 20. ágúst. 30. nóvember kl. 20:16 fannst lítils háttar jarðhræring í Grímsey. 15. cLesember kl. 17 fannst vægur jarðskjálfti (III stig) á Hornbjargs- vita. Þar sem jarðskjálftar eru afar sjaldgæfir á Vestfjörðum, þá er þetta mjög óvenjuleg frétt. Nokkur orð um stœr'S jarSskjáljta. Öllum er kunnugt, að jarðskjálftar eru mjög misjafnlega miklir. Sumir valda tjóni, miklu eða litlu, en langflestir valda engu tjóni á mannvirkjum eða öðru þvi, sem mennirnir telja eign sina. Fyrr á tímum voru jarðskjálftar metnir eftir því tjóni, sem þeir ullu. Sá jarðskjálfti, sem miklu tjóni olli, var talinn mikill, en lítill var sá jarðskjálfti, sem litlu eða engu tjóni olli. Þegar farið var að starfrækja jarðskjálftamæla, kom í ljós, að marg- ir þeir jarðskjálftar, sem mest áberandi voru á mælunum, fundust litið eða ekki, og hefðu því verið taldir litlir eftir fyrri tima venjum. Þetta voru oftast jarðskjálftar, sem áttu upptök á hafsbotni eða á mjög strjálbyggðum landsvæðum. Með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengizt hafði af mælingum jarðskjálfta, var á fjórða tug aldarinnar lýst aðferð til að meta stœrð jarðskjálftanna eftir þeim upplýsingum, sem jarðskjálftamælarnir gáfu. Það mál, sem þannig fékkst, nefni ég hér stærS jarðskjálftans (á ensku „earthquake magnitude“). Stærð jarðskjálfta var í upphafi skýrgreind sem logariþminn af því útslagi (mælt í Uooo mm), sem ákveðin tegund af jarðskjálftamæl- um gaf, ef upptök jarðskjálftans voru í 100 km fjarlægð. Síðar hefur þetta verið útfært þannig, að nú er hægt að meta stærð jarðskjálfta eftir mælingum hvers konar jarðskjálftamæla og í hvaða fjarlægð, sem upptökin eru. Eftirfarandi upplýsingar geta e. t. v. gefið lesendum örlitla hug- mynd um, hvað átt er við, þegar talað er um stærð jarðskjálfta.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.