Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 18
12 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN arr, sem hálfan dalinn fylla, ein hin stórkostlegasta bergskriða á landi hér, sem hlaupið hefur niður úr Háafjalli, og lokað fyrir Vatns- dal, svo að þar hefur myndazt stöðuvatn, Hraunsvatn,1) en eftir stendur þverbrött hamrahlíð með Hraundranga, sem enginn hefur enn klifið. Þessi skriða hefur, þegar hún hljóp fram, stíflað öxna- dalsá, og hefur myndazt stórt stöðuvatn fyrir innan, meðan áin var að saga sig niður í gegnum skriðuna. Svipað hefur átt sér stað í mörg- um öðrum dölum, svo sem í Skriðdal eystra (Skriðuvatn innan við Haugahóla), í Eyjafjarðardal inn (Hólavatn innan við Hólahóla), og í Vatnadal við Súgandafjörð. Hólarnir austan öxnadalsár, gegnt Hrauni (Hólahólar), virðast í fljótu bragði (ég hef ekki athugað þá nánar) eldri en hraunið vestan ár, en virðast þó einnig vera skriðu- hólar. Loks er að geta bergskriðu utarlega í öxnadal, en hún hefur hlaup- ið fram úr Staðartunguhálsi nokkru innan við Skjaldastaði. Er það mjög falleg og regluleg skriða. Munu þá upptaldar flestar þær bergskriður, sem sjá má út um bíl- gluggana á leiðinni Reykjavík—Akureyri, en þó rámar mig í, að ein- hverjar skriður megi sjá í Norðurárdal nyrðra sunnan árinnar. Eins og fyrr getur, er skriða sú, er hlaupið hefur þvert yfir Langa- dal, að öllum líkindum mynduð áður en jökul síðasta jökulskeiðs leysti úr dalbotninum. Jakob Líndal telur, í áðurnefndri ritgerð, að Vatnsdalshólar hafi ekki myndazt, fyrr en sjávarmál var komið nið- ur í 20 m hæð, en telur þó líklegast, að einhver jökull hafi enn verið á Vatnsdalsfjalli, er hólarnir hlupu fram. Hann áætlar aldur hól- anna allt að 10.000 árum. Ég hef mælt jarðvegssnið á Hólahólum í öxnadal, við þjóðveginn gegnt Hrauni, svo og ó Leyningshólum í Eyjafirði (4. mynd), og einnig athugað jarðvegssnið á Æsustaða- skriðum og á skriðu milli Gunnsteinsstaða og Móbergs. Á þessum stöðum öllum er að finna öskulögin ljósu (H3 og H4), sem mest ber á í jarðvegi nyrðra, og eru skriðumar það miklu eldri en þessi lög, að þær geta vart hafa hlaupið fram mjög löngu eftir, að jökla síðasta jökulskeiðs leysti. Eðlilegustu orsaka þessara miklu bergskriðna er að leita í svörfun 1) Algengt er, að bergskriður hér á landi séu kallaðar hraun, og táknar nafn- ið þar eingöngu stórgrýtta urð. En í sumum bergskriðum, svo sem Leyningshólum í Eyjafirði, má finna grjót, sem er eins og rauðbrunnið. Er ekki ólíklegt, að nún- ingshitinn hafi raunverulega getað orðið svo mikill, er skriða hljóp fram, að grjót hafi getað bráðnað.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.