Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 27
ISLENZKIR FUGLAR VIII
19
unum, en þeir yfirgefa hreiðrið skömmu eftir að þeir koma úr egginu.
Kjóinn er algerður farfugl hér á landi, og eru engin dæmi þess,
að kjóar hafi sézt hér að vetrarlagi. Á vorin kemur hann á tímabil-
inu frá miðjum apríl til miðs maimánaðar, en algengast mun þó vera,
að hann komi í kringum mánaðamótin apríl og maí. Hann kemur
því að jafnaði heldur fyrr en krían- Á haustin fer hann tiltölulega
snemma eða um svipað leyti og krían. Aðalbrottfarartíminn er síðari
helmingur ágústmánaðar, en ekki er þó óliklegt, að nokkur hluti
kjóanna fari fyrr eða fyrri hluta ágústmánaðar eða jafnvel síðast í
júlí. Fyrstu vikuna í september sést oft enn nokkur slæðingur af kjóa,
en úr því má heita, að hann liverfi með öllu, og eftir miðjan sept-
ember verður kjóa ekki vart. Ekkert er vitað um vetrarheimkynni
íslenzka kjóans, en gera má ráð fyrir, að þau séu í sunnanverðu
Atlantshafi. Mjög fáir kjóar hafa verið merktir hér á landi, og aðeins
einn hefur náðst aftur erlendis- Það var ungur fugl, er skotinn var
í ágúst austur af Fogoeyju við Nýfundnaland, en hann hafði verið
merktur hér sem ungi árið áður.
Fæða kjóans er mjög margbreytileg, og sama er að segja um að-
ferðir þær, er hann beitir við fæðuöflunina- Eins og kunnugt er,
gerir hann mikið að því að ræna aðra fugla æti sínu með þvi að
leggja þá í einelti, unz þeir sleppa æti, er þeir bera í nefinu, eða spúa
upp nýgleyptri fæðu. Hér á landi eru það einkum kría, rita, lundi
og fýll, sem verða fyrir harðinu á kjóanum, hvað þetta snertir. Mér
er þó ekki kunnugt um, að kjóinn ásæki fýlinn annars staðar en í
Mýrdal og undir Eyjafjöllum, en þar verpur fýllinn víðast alllangt
frá sjó. Ég hef einnig séð kjóa ásækja fálka og svartbaka og reyna að
hrekja þá frá bráð sinni. Auk þess tekur kjóinn egg og unga ýmissa
fuglategunda og drepur smærri fugla svo sem spörfugla og smávað-
fugla. Hann forsmáir heldur ekki hræ og annan úrgang (svo sem
fiskslor), og hann er sólginn í köngulær, skordýr og skordýralirfur.
f grasmaðksárum gerir hann t. d. talsvert gagn með því að eyða gras-
maðki (lirfu grasfiðrildisins). Eitthvað nærist hann einnig á jurta-
fæðu, meðal annars bæði krækiberjum og bláberjum.
Það hefur lengi verið vitað, að fjöldahlutfall svartra og skjóttra
kjóa er mjög breytilegt innan útbreiðslusvæðis kjóans á jörðinni. Það
hefur komið í ljós, að syðst í heimkynnum kjóans eru svartir kjóar
langalgengastir, en eftir því sem norðar dregur fjölgar skjóttu kjó-
unum, og í sumum íshafslöndum eru langflestir kjóanna skjóttir-
Enskur fuglafræðingur, H. N. Southern, hefur rannsakað þetta fyrir-