Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 43
NOKKRIR FUNDARSTAÐIR FÁGÆTRA JURTA 35 in er auðþekkt á blómunum, sem eru að lögun líkt og skál eða víður bikar með gulri miðju og hvítum börmum. Miðja blómsins (þ. e. neðri hluti krónublaðanna) er greinilega gul, en efri hluti krónu- blaðanna hvítur. Er slíkt mjög fágætur og sérkennilegur blómalitur. Blöð jurtarinnar eru gagnstæð, smá og kjötkennd, þrískipt eða fjaður- skipt, ljósgræn að lit. Óvíst er, hvernig dögglingsbikarinn hefur bor- izt í garðinn, en hann þrífst prýðilega, sáir sér árlega og breiðist út. Getur hann sennilega orðið borgari í gróðurríki landsins, þótt kom- inn sé frá suðlægum slóðum. Jakob B. Bjarnason, SíSu í Refsborgarsveit, Au.-Hún., skrifar: „í til- efni af skrifum um fjölblaðasmára í Morgunblaðinu 11. júlí ’52, vil ég geta þess, að sumurin 1925 og 1926 fann ég hér á túninu á Síðu nokkra smára með fimm blöðum og sumarið 1925 einnig tvo, sem höfðu sex blöð hvor. Á öðrum sex-blaðasmáranum var eitt blaðið nokkuð minnst. Smára þessa þurrkaði ég og átti lengi, en er því miður búinn að glata þeim nú. Þar sem ég fann smárana, var smáraspretta fremur mikil, með frekar stórum blöðum, en hvort svona einstaklingar hafa verið oftar, hef ég ekki athugað og á s.l. vori var þessi landspilda brotin og sáð i það grasfræi, svo ekki er að svo komnu hægt að segja um, hvernig þar verður með smárasprettu í framtíðinni.“ Allmikið af fjölblaðasmára fannst í Reykjavík sumarið 1952 (sbr. greinina Gróðurskraf í Náttúrufræðingnum, l.hefti 1953). — Hafa margir séð fjölblaðasmára s.l. sumar? Vetrarblómgun jurta: Blómskrúð var í görðum til ll.okt. Þá gerði frost svo flest blóm féllu; en þau harðgerðustu lifðu samt til 9. nóv., en þá gerði bæði frost og snjó. 9. desember blómguðust nokkrar stjúp- ur, dvergfíflar o. fl. bæði hér í Reykjavik og Hveragerði og túnfíflar stóðu útsprungnir við tjarnarbrúna. Á Akureyri fannst túnfífill í blómi 17. desember, enda var jörð svo þýð, að torf var þá rist á fjár- húsþök á Árskógsströnd. 1. febrúar 1954 sýndi Einar M. Jónsson mér allmargar jurtir, sem hann hafði safnað s.l. sumar að Sólheimum (Hverakoti) í Grímsnesi. Þar á meðal voru hnóSafrœhyrna, vatnsnafli, einkennileg kornsúra með marggreinóttu axi ofantil, brennisóley með mjög smáu blómi með einfalda blómhlíf og tveir fágætir slæðingar, kanarígras (Pha- laris canariensis) og blámáSra (Sherardia arvensis). Kanarígrasið hefur fremur breið, blágræn blöð með snörpum, uppblásnum slíðrum. Axskúfurinn stuttur og gildur, grænn og grænhvítur. Komið notað sem stofufuglafóður og getur því borizt víða. BlámaSran er einær,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.