Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 11
ÚR SÖGU BERGS OG LANDLAGS 121 vatnagangi, liöfðu rofið gat á bergþakið, seni líparítkvikan storkn- aði undir. Þetta á raunar við um öll berginnskot. Talið er, að sumt af ljósgrýti blágrýtismyndunarinnar hafi ekki orðið til með þess- um hætti, lieldur hafi það storknað sem hraun uppi á yfirborði. Og víst er um það, að líparítgos hafa átt sér stað meðan bfágrýtis- spildan var að hlaðast upp, því að sums staðar á Austfjörðum og víðar finnst hörðnuð gosmöl (túff) úr ljósgrýti á milli blágrýtislag- anna. Bergtegundir þeirra innskota, sem ég lief þegar getið, eru með svo smáum kristöllum, að þeir sjást ógreinilega eða alls ekki með berum augum, og sumar, eins og t. d. biksteinn, eru ekki kristall- aðar heldur glerkenndar. Biksteinn er svartur að lit, þó hann sam- svari ljósgrýti að efnasamsetningu. En til eru líka í blágrýtismynd- uninni innskot úr bergi með stærri kristöllum og vel greinanleg- um, og þar sem kristallarnir eru með ýmsum litum, er slíkt berg yrjótt eða skræpótt að sjá. Stærð kristallanna og fleira í gerð þess- ara bergtegunda sýnir, að þær hafa storknað djúpt í jörðu við hæg- fara kólnun og mikinn þrýsting. Þessar bergtegundir eru gabbró, sem er fremur dökkt að lit og samsvarar blágrýti að efnasamsetn- ingu, og granit, sem er ljóst berg úr sömu efnum og líparít. Mest- allt íslenzka granítið er þó af sérstakri, fremur smákornóttri gerð, sem nefnist granófýr og sumir vilja kalla sérstaka bergtegund. En eiginlegt granít í þrengstu merkingu orðsins er þó einnig til hér. Gabbró er hér langmest í héruðunum Hornafirði og Lóni á Suðausturlandi. Falfegt gi'ænleitt gabbróafbrigði frá Hvalnesi í Lóni hefur verið notað í legsteina í kirkjugörðum. Gabbró finnst einnig í fastri klöpp í Hafnarfjalli við Borgarfjörð, í Hrappsey á Breiðafirði (raunar sérstakt afbrigði), við Arnarfjörð og víðar. Gabb- rósteinar koma einnig fram undan skriðjöklum úr Vatnajökli og Mýrdalsjökli, og eru þeir væntanlega brotnir úr gabbróklöpp und- ir jöklunum. Granófýr er langmest austur í Lóni og austast í Horna- firði, en finnst einnig á Snæfellsnesi. Það er nokkuð algengur misskilningur að djúpbergtegundirnar granít (eða granófýr) og gabbró séu elzta berg í landinu. Blágrýtið og millilög þess eru eldri, og eins og þegar er getið, hefur gabbró- og granítkvikan troðizt inn í þá myndun og storknað þar. Þess sér líka víðast merki á takmörkum djúpbergshleifanna, að þeir hafa hitað og að nokkru leyti ummyndað bergið í kring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.