Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 6
116
NÁTTÚ RU FRÆÐlN G U R1N N
Bæði blágrýtismyndunin og móbergsmyndunin eru að langmestu
leyti upphlaðnar af eldgosum, og efnasamsetning bergtegundanna
má heita söm í þeim báðum. Munurinn felst í gerð þeirra: Blágrýt-
ismyndunin er mjög reglulega upp hlaðin úr láréttum eða lítt höll-
um blágrýtislögum, sem hvert um sig er að uppruna eitt hraunflóð.
Móbergsmyndunin er aftur á móti að miklu leyti úr sundurlausum
gosefnum, sem hafa hrúgazt upp á eldstöðvunum, h'mzt saman og
harðnað að bergi. í henni er einnig mikið af hraunlögum, en þau
eru miklu margvíslegi'i að gerð og óreglulegar fyrir komið en í blá-
grýtismynduninni. Þessi munur kemur greinilega fram í landslaginu.
Það er með allt öðrum svip á svæðum blágrýtismyndunarinnar, en
innan móbergsbeltisins, rétt eins og þar hefðu verið að verki tveir
byggingarmeistarar, sem fylgdu hvor sinni stefnu í listinni. Hérna
í höfuðborginni blasa við okkur ágæt dæmi um hvort tveggja: Akra-
fja.ll, Skarðsheiði og Esja í norðri eru fulltrúar blágrýtismyndun-
arinnar. Þessi fjöll eru með stórskornum en einföldum dráttum,
útlínur þeirra eru beinar eða jafnsveigðar á löngum köflum, en
skarpar brúnir á milli. En öll fjöllin, sem ber við himin í austri og
suðri, frá Hengli til Fagradalsfjalls, eru móbergsfjöll. Þau eru tind-
ótt og skörðótt, útlínurnar hlykkjast víða upp og niður án greini-
legrar reglu. Blágrýtisfjöllin eru stílhreinni smíði, en móbergsfjöll-
in hafa fjölbreytnina fram yfir.
BLÁ GRÝ TISM YND UNIN.
I öllum héruðum blágrýtismyndunarinnar, austan lands, vestan
og norðan, eru hlíðar fjallanna þverröndóttar til að sjá. Þar liggur
hvert hamrabeltið yfir öðru, en brattaminni hillur á milli. Hamra-
beltin geta legið óslitin um margra kílómetra veg. Víðast hvar hall-
ar þeim lítið eitt inn í landið, svo að sami hamar rís hærra í utan-
verðum dal en innanverðum. Til eru þó margar staðbundnar und-
antekningar frá þessu.
Eins og ég gat áður, eru þessir hamrar úr blágrýti, og hver þeirra
er að uppruna eitt hraunflóð, sem breiðzt hefur út og storknað á
flatlendi. Hraun blágrýtismyndunarinnar voru upphaflega blöðrótt
og sundursprungin eins og hraunum er títt, en fyrir elli sakir eru
nú flestar loftbólur þeirra og aðrar glufur fylltar eða hálffylltar
aðkomuefnum, sem flest eru hvít að lit eða tær. Þau hafa setzt til úr