Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 16
126 NÁTTÚ RUFRÆÐIN G U RIN N sýslu: Leirhafnarfjöll á Melrakkasléttu, Möðrudalsfjallgarðar og Kverkfjallarani. Á eystra svæðinu sunnan lands: Snjóöldufjallgarð- ur og Þóristindur á Landmannaafrétti, Selsundsfjall og Bjólfell við Heklurætur og Þríhyrningur. Og á vestra svæðinu syðra: Jarlhettur, Tindaskagi og Kálfstindar í Árnessýslu og Sveifluháls og Núps- hlíðarháls á Reykjanesskaga. Staparnir (eða stabbarnir, eins og Ólafur Jónsson kýs heldur að kalla þessa ljallgerð í riti sínu um Ódáðahraun) taka yfir liér um bil ferhyrndan eða sporöskjulagaðan flöt og eru flestir nokkuð ílangir í sömu stefnu og hryggirnir innan sama svæðis, flatir að of- an eða með hvelfda bungu og hvassar hamrabrúnir allt í kring. Þessa gerð móbergsfjalla virðist vanta á eystra móbergssvæðinu sunnan lands, en hún á marga glæsilega fulltrúa í Þingeyjarsýslum og vesturhluta Árnessýslu. Ég skal nefna dæmi og byrja á hinu virðu- legasta: Herðubreið í Odáðahrauni og þá fjöllin kringum Mývatns- sveit: Sellandafjall, Bláfjall, Búrfell, Hágöng, Gæsafjöll, Skeiðin. En á suðvestursvæðinu: Kjalfell og Hrútafell á Kili, Hlöðufell og Skriðan inn af Laugardal, og í Reykjanesfjallgarði eru nokkur til- tölulega lítil fjöll eindregið af þessari gerð t. d. Geitafell og Geita- hlíð. Öll móbergsfjöllin bæði hryggir og stapar mega heita eingöngu úr gosbergi. Auk móbergsins sjálfs gætir þar mjög svonefnds bólstra- bergs (eða bögglabergs), en það er blágrýtisstorka með mjög sér- kennilegri gerð, sem ekki er rúm til að lýsa hér. Og fleiri blágrýtis- afbrigði, sem ég nefni ekki einu sinni á nafn, eru þar vafin inn i móbergið. Og loks hríslast óreglulegir gangar og æðar úr blágrýti um allar liinar bergtegundirnar. Það er skoðun flestra bergfræðinga og jarðeldafræðinga, byggð á reynslu í mörgum löndum, að í þeim eldgosum, sem verða á botni sjávar, vatns eða jökuls, valdi hin snögga kólnun bergkvikunnar því, að hún storknar í sundurlausa mola eða í bólstra eða enn aðrar fáránlegar myndir, frekar en renna sem venjulegt hraunflóð. Vel má ætla, að eitthvað af móberginu íslenzka sé myndað á sjáv- arbotni, í sundinu, er ég gat um fyrr, að kynni að hafa skilið sund- ur Austurland og Norðvesturland í lok tertíertímans og ef til vill eitthvað fram á ísöldina. Það mælir helzt á móti, hve lítið er um sjávarminjar í því. Þó finnast sjóskeljar í móbergi hjá Skamma- dal í Mýrdal.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.