Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 16
126 NÁTTÚ RUFRÆÐIN G U RIN N sýslu: Leirhafnarfjöll á Melrakkasléttu, Möðrudalsfjallgarðar og Kverkfjallarani. Á eystra svæðinu sunnan lands: Snjóöldufjallgarð- ur og Þóristindur á Landmannaafrétti, Selsundsfjall og Bjólfell við Heklurætur og Þríhyrningur. Og á vestra svæðinu syðra: Jarlhettur, Tindaskagi og Kálfstindar í Árnessýslu og Sveifluháls og Núps- hlíðarháls á Reykjanesskaga. Staparnir (eða stabbarnir, eins og Ólafur Jónsson kýs heldur að kalla þessa ljallgerð í riti sínu um Ódáðahraun) taka yfir liér um bil ferhyrndan eða sporöskjulagaðan flöt og eru flestir nokkuð ílangir í sömu stefnu og hryggirnir innan sama svæðis, flatir að of- an eða með hvelfda bungu og hvassar hamrabrúnir allt í kring. Þessa gerð móbergsfjalla virðist vanta á eystra móbergssvæðinu sunnan lands, en hún á marga glæsilega fulltrúa í Þingeyjarsýslum og vesturhluta Árnessýslu. Ég skal nefna dæmi og byrja á hinu virðu- legasta: Herðubreið í Odáðahrauni og þá fjöllin kringum Mývatns- sveit: Sellandafjall, Bláfjall, Búrfell, Hágöng, Gæsafjöll, Skeiðin. En á suðvestursvæðinu: Kjalfell og Hrútafell á Kili, Hlöðufell og Skriðan inn af Laugardal, og í Reykjanesfjallgarði eru nokkur til- tölulega lítil fjöll eindregið af þessari gerð t. d. Geitafell og Geita- hlíð. Öll móbergsfjöllin bæði hryggir og stapar mega heita eingöngu úr gosbergi. Auk móbergsins sjálfs gætir þar mjög svonefnds bólstra- bergs (eða bögglabergs), en það er blágrýtisstorka með mjög sér- kennilegri gerð, sem ekki er rúm til að lýsa hér. Og fleiri blágrýtis- afbrigði, sem ég nefni ekki einu sinni á nafn, eru þar vafin inn i móbergið. Og loks hríslast óreglulegir gangar og æðar úr blágrýti um allar liinar bergtegundirnar. Það er skoðun flestra bergfræðinga og jarðeldafræðinga, byggð á reynslu í mörgum löndum, að í þeim eldgosum, sem verða á botni sjávar, vatns eða jökuls, valdi hin snögga kólnun bergkvikunnar því, að hún storknar í sundurlausa mola eða í bólstra eða enn aðrar fáránlegar myndir, frekar en renna sem venjulegt hraunflóð. Vel má ætla, að eitthvað af móberginu íslenzka sé myndað á sjáv- arbotni, í sundinu, er ég gat um fyrr, að kynni að hafa skilið sund- ur Austurland og Norðvesturland í lok tertíertímans og ef til vill eitthvað fram á ísöldina. Það mælir helzt á móti, hve lítið er um sjávarminjar í því. Þó finnast sjóskeljar í móbergi hjá Skamma- dal í Mýrdal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.