Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 22

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 22
132 NÁTTÚ RUFRÆÐIN G U RIN N að ofan. Á höfði, hálsi og baki ber oftast talsvert á rjómagulum blæ. — Ungfuglar eru dökkir í kringum augun og aftari eyrna- þökur eru grásvartar. Svört, nærri hálfnránalöguð rák gengur þvert yfir hálsinn að aftan. Stélfjaðrirnar eru svartar í oddinn og mynda svart belti aftast á stélinu. Yztu flugfjaðrirnar eru að mestu svart- ar og frá þeim gengur breið, grásvört rák eftir vængbarðinu inn og aftur á vænginn. Nefið er svart og fæturnir brúnir. Ungfugl- arnir breyta smám saman um lit unz þeir klæðast búningi full- orðinna fugla þegar þeir eru 2—3 ára gamlir. Strendur og eyjar Norður-íshafsins og nálægra hluta Atlants- hafsins og Kyrrahafsins eru varpheimkynni ritunnar. í íshafslönd- um verpur hún þó ekki nema þar sem sjór er auður með strönd- um fram á sumrin. Tegundinni liefur verið skipt í tvær deiliteg- undir, Rissa tridactyla tridactyla og Rissa tridactyla pollicaris. Varpheimkynni hinnar fyrrnefndu ná frá íshafslöndum Kanada til Norðaustur-Síberíu og suður til St. Lawrence-flóa í Kanada og Bretagne-skaga í Frakklandi, en strendur og eyjar Beringshafs allt suður til Kúrileyja eru varpheimkynni hinnar síðarnefndu. Til rituættkvíslarinnar telst auk þess rauðfætta ritan (Rissa bre- virostris), sem er sérstök tegund. Hún er nefstyttri en okkar rita og með fagurrauða fætur. Hún verpur livergi, svo vitað sé með vissu, nema á Pribiloffeyjum og Kommandereyjum í Beringshafi, en grunur leikur þó á, að hún muni einnig verpa eitthvað á hin- um ytri Aljútaeyjum. Ritan er meiri úthafsfugl en nokkur annar máfur, en þeir eru flestir stranda- og grunnsævisfuglar allan ársins hring. Utan varp- tímans leitar ritan til hafs og jafnframt lengra eða skemur suður á bóginn bæði á Atlantshafi og Kyrrahafi. Merkingar hafa leitt í Ijós, að hún er mjög víðförul og í Atlantshafi ná vetrarheimkynni hennar allt suður að hvarfbaugnum nyrðri (23i/£° n. br.). Á vet- urna munu ritan og fýllinn vera algengustu úthafsfuglarnir á norðanverðu Atlantshafi og þær tegundir, sem sæfarendur verða mest varir við á skipaleiðum, enda fylgja þær báðar skipum eftir. Á sumrin leita bæði fullorðnar ritur og ungluglar norður á bóg- inn og jafnframt til lands eða upp á landgrunnin, og frá því um miðjan júní og þangað til um miðjan ágúst sést ekki rita á út- hafssvæði Atlantshafsins sunnan 60° n. br. Hér er ritan einn allra algengasti sjófuglinn allt í kringum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.