Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 22
132
NÁTTÚ RUFRÆÐIN G U RIN N
að ofan. Á höfði, hálsi og baki ber oftast talsvert á rjómagulum
blæ. — Ungfuglar eru dökkir í kringum augun og aftari eyrna-
þökur eru grásvartar. Svört, nærri hálfnránalöguð rák gengur þvert
yfir hálsinn að aftan. Stélfjaðrirnar eru svartar í oddinn og mynda
svart belti aftast á stélinu. Yztu flugfjaðrirnar eru að mestu svart-
ar og frá þeim gengur breið, grásvört rák eftir vængbarðinu inn
og aftur á vænginn. Nefið er svart og fæturnir brúnir. Ungfugl-
arnir breyta smám saman um lit unz þeir klæðast búningi full-
orðinna fugla þegar þeir eru 2—3 ára gamlir.
Strendur og eyjar Norður-íshafsins og nálægra hluta Atlants-
hafsins og Kyrrahafsins eru varpheimkynni ritunnar. í íshafslönd-
um verpur hún þó ekki nema þar sem sjór er auður með strönd-
um fram á sumrin. Tegundinni liefur verið skipt í tvær deiliteg-
undir, Rissa tridactyla tridactyla og Rissa tridactyla pollicaris.
Varpheimkynni hinnar fyrrnefndu ná frá íshafslöndum Kanada
til Norðaustur-Síberíu og suður til St. Lawrence-flóa í Kanada og
Bretagne-skaga í Frakklandi, en strendur og eyjar Beringshafs
allt suður til Kúrileyja eru varpheimkynni hinnar síðarnefndu.
Til rituættkvíslarinnar telst auk þess rauðfætta ritan (Rissa bre-
virostris), sem er sérstök tegund. Hún er nefstyttri en okkar rita
og með fagurrauða fætur. Hún verpur livergi, svo vitað sé með
vissu, nema á Pribiloffeyjum og Kommandereyjum í Beringshafi,
en grunur leikur þó á, að hún muni einnig verpa eitthvað á hin-
um ytri Aljútaeyjum.
Ritan er meiri úthafsfugl en nokkur annar máfur, en þeir eru
flestir stranda- og grunnsævisfuglar allan ársins hring. Utan varp-
tímans leitar ritan til hafs og jafnframt lengra eða skemur suður á
bóginn bæði á Atlantshafi og Kyrrahafi. Merkingar hafa leitt í
Ijós, að hún er mjög víðförul og í Atlantshafi ná vetrarheimkynni
hennar allt suður að hvarfbaugnum nyrðri (23i/£° n. br.). Á vet-
urna munu ritan og fýllinn vera algengustu úthafsfuglarnir á
norðanverðu Atlantshafi og þær tegundir, sem sæfarendur verða
mest varir við á skipaleiðum, enda fylgja þær báðar skipum eftir.
Á sumrin leita bæði fullorðnar ritur og ungluglar norður á bóg-
inn og jafnframt til lands eða upp á landgrunnin, og frá því um
miðjan júní og þangað til um miðjan ágúst sést ekki rita á út-
hafssvæði Atlantshafsins sunnan 60° n. br.
Hér er ritan einn allra algengasti sjófuglinn allt í kringum