Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 8
118 N'ÁTTÚ R U FRÆÐINGURINN norðan lands, en eru sjaldséðir á austursvæðinu. Meðal steingerv- inganna ber mikið á blöðum og aldinum af stórvöxnum trjágróðri, svo sem birki, hlyn, greni, furu, eik og beyki, og má greina sundur ýmsar tegundir af sumum þessara ættkvísla. Þetta gróðurfélag, surt- arbrandsflóran, ber vott um miklu mildara loftslag en hér er nú og að því er talið er líkt því, sem nú er í sunnanverðri Mið-Evrópu og í Suður-Evrópu. Ennfremur er þessi steingerða flóra langhelzta lieimild, sem er að hafa, um aldur blágrýtismyndunarinnar. Hin sama flóra finnst í jarðlögum ýmissa annarra landa við norðanvert Atlanzhaf, t. d. á Bretlandi, í Færeyjum, á Austur- og Vestur-Grænlandi og á Sval- barða. I sumum þessara landa er hún í sams konar jarðmyndunum og hér á landi, þ. e. í millilögum blágrýtismyndana, en i öðrum í ólíku bergi. Á ofanverðri síðustu öld var aldur surtarbrandsflórunnar í öllum þessum löndum ákveðinn af ágætum svissneskum forngrasafræð- ingi, Oswald Heer að nafni. En hann hafði við lítið að styðjast annað en plöntusteingervingana sjálfa. Þróunarsaga gróðursins hér á jörðu hafði þá ekki verið rakin til hlítar — enda varð niðurstaða Heers skökk, hann taldi flóruna allt of unga. Síðan hefur aldur hennar verið ákveðinn í flestum þeim löndum og landshlutum, sem ég taldi áðan, og m. a. stuðzt við dýraleifar, sem einnig finnast í sömu jarðmyndunum og plöntusteingervingarnir, en eru miklu betri heimildir um aldur jarðlaga. Þeirri aðferð varð þó því miður ekki komið við hér á landi, því að í íslenzku blágrýtismynduninni finnast engir dýrasteingervingar, er nokkuð sé á að græða í þessu efni. Þessar síðari rannsóknir leiddu í ljós, að jarðmyndanir þær á Bretlandseyjum, Svalbarða og Austur- og Vestur-Grænlandi, sem Heer hafði úrskurðað allar jafngamlar, eru vissulega jafngamlar, — en miklu eldri en hann vildi vera láta. Þær eru frá fyrsta skeiði tertíertímans, því sem nefnist eósen. Er þá vart að efa, að íslenzka surtarbrandsflóran hafi einnig verið uppi á eósen, og þá liafi enn- fremur hlaðizt upp þau jarðlög, sem liafa hana að geyma. Aðferðin til að greina aldur bergs í áramilljónum er ný að kalla, aðeins fárra áratuga gömul, og henni liefur aldrei verið beitt við jarðmyndanir hér á landi. Ilún er einnig fyrirhafnar- og kostnaðar- söm og aðeins á færi fárra vísindastofnana með stórþjóðum. Þegar ég gat þess hér áður, að frá upphafi íslands væru liðnar 60—70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.