Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 8
118 N'ÁTTÚ R U FRÆÐINGURINN norðan lands, en eru sjaldséðir á austursvæðinu. Meðal steingerv- inganna ber mikið á blöðum og aldinum af stórvöxnum trjágróðri, svo sem birki, hlyn, greni, furu, eik og beyki, og má greina sundur ýmsar tegundir af sumum þessara ættkvísla. Þetta gróðurfélag, surt- arbrandsflóran, ber vott um miklu mildara loftslag en hér er nú og að því er talið er líkt því, sem nú er í sunnanverðri Mið-Evrópu og í Suður-Evrópu. Ennfremur er þessi steingerða flóra langhelzta lieimild, sem er að hafa, um aldur blágrýtismyndunarinnar. Hin sama flóra finnst í jarðlögum ýmissa annarra landa við norðanvert Atlanzhaf, t. d. á Bretlandi, í Færeyjum, á Austur- og Vestur-Grænlandi og á Sval- barða. I sumum þessara landa er hún í sams konar jarðmyndunum og hér á landi, þ. e. í millilögum blágrýtismyndana, en i öðrum í ólíku bergi. Á ofanverðri síðustu öld var aldur surtarbrandsflórunnar í öllum þessum löndum ákveðinn af ágætum svissneskum forngrasafræð- ingi, Oswald Heer að nafni. En hann hafði við lítið að styðjast annað en plöntusteingervingana sjálfa. Þróunarsaga gróðursins hér á jörðu hafði þá ekki verið rakin til hlítar — enda varð niðurstaða Heers skökk, hann taldi flóruna allt of unga. Síðan hefur aldur hennar verið ákveðinn í flestum þeim löndum og landshlutum, sem ég taldi áðan, og m. a. stuðzt við dýraleifar, sem einnig finnast í sömu jarðmyndunum og plöntusteingervingarnir, en eru miklu betri heimildir um aldur jarðlaga. Þeirri aðferð varð þó því miður ekki komið við hér á landi, því að í íslenzku blágrýtismynduninni finnast engir dýrasteingervingar, er nokkuð sé á að græða í þessu efni. Þessar síðari rannsóknir leiddu í ljós, að jarðmyndanir þær á Bretlandseyjum, Svalbarða og Austur- og Vestur-Grænlandi, sem Heer hafði úrskurðað allar jafngamlar, eru vissulega jafngamlar, — en miklu eldri en hann vildi vera láta. Þær eru frá fyrsta skeiði tertíertímans, því sem nefnist eósen. Er þá vart að efa, að íslenzka surtarbrandsflóran hafi einnig verið uppi á eósen, og þá liafi enn- fremur hlaðizt upp þau jarðlög, sem liafa hana að geyma. Aðferðin til að greina aldur bergs í áramilljónum er ný að kalla, aðeins fárra áratuga gömul, og henni liefur aldrei verið beitt við jarðmyndanir hér á landi. Ilún er einnig fyrirhafnar- og kostnaðar- söm og aðeins á færi fárra vísindastofnana með stórþjóðum. Þegar ég gat þess hér áður, að frá upphafi íslands væru liðnar 60—70

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.