Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 25
ÍSLENZKIR FUGLAR XIII 133 land. Hún er bjargfugl og setur mjög svip sinn á fuglalífið í ís- lenzkum fuglabjörgum, þar sem hún verpur innan um annan bjargfugl. En hún verpur líka allvíða út af fyrir sig, einkum í lægri björgum. Meðal annars eru dálítil rituvörp í nokkrum til- tölulega lágum klettaeyjum og skerjum á Breiðafirði og undan Mýrum í Mýrasýslu. Rituvörpin eru ávallt í sjávarbjörgum og ritur verpa því hvergi í björgum uppi í landi, eins og fýllinn, og gildir einu þó aðeins mjó láglendisræma skilji björgin frá sjó. Mér er ekki heldur kunnugt um, að ritur verpi hér nokkurs stað- ar uppi á sæbröttum eyjum eða klettadröngum, og ekki veit ég til þess, að þær liafi orpið hér á byggingum eða mannvirkjum í höfn- um, eins og dæmi eru til erlendis. Yfirleitt má segja, að öll helztu rituvörpin hér á landi séu á annesjum og í úteyjum eða að minnsta kosti fyrir opnu hafi, og það mun mjög sjaldgæft að ritur verpi hér nokkurs staðar innfjarða. Ritan er ákaflega félagslyndur fugl, sem venjulega verpur í stór- um og þéttum byggðum, enda þótt einnig geti komið fyrir, að aðeins tiltölulega fá pör verpi út af fyrir sig. í hinum meiri háttar fuglabjörgum íslenzkum verpur venjulega ógrynni af ritu, en hvergi hef ég þó séð jafnmikla ritumergð og í Grímseyjarbjörgum. í háum fuglabjörgum verpur ritan mest neðan til eða í miðju bjargi og oft og tíðum neðar en annar bjargfugl. Sums staðar verpur jafn- vel slæðingur af ritu svo neðarlega, að sælöður nær að skola bergið, og getur það leitt til þess, að hreiður og egg misfarist. Þá er og algengt, að ritur verpi í brimsorfnum hellum eða skvompum neðst í björgunum. Hreiðri ritunnar er tíðast komið fyrir á smásnösum, mjóum bríkum eða hökum í berginu, þar sem ekki er aðstaða til varps fyrir annan bjargfugl. Ritan er því ekki hættulegur keppinautur annarra bjargfugla um varpstaði. Hvað val á varpstað snertir gætir þó stundum nokkurrar samkeppni milli ritunnar annars vegar og langvíu og þó einkum stuttnefju hins vegar. Sjaldnar gætir sam- keppni um varpstaði milli ritu og fýls. Hreiður ritunnar er snot- urlega gert úr mosa, grasi og öðrum landgróðri, en oft einnig að einhverju leyti úr þangi og þara. Hreiðurefnin eru oftast þéttuð og felld saman með drit, leir eða blautum sjávargróðri, sem inni- heldur kvoðukennd límefni eins og kunugt er. Veitir þetta hreiðr- inu mjög aukinn styrk og festu og festir það eða límir við bergið.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.